Ferill 761. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1279  —  761. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um skiptingu Reykjavíkurkjördæma.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


    Er unnt að skipta Reykjavík í tvö kjördæmi frá norðri til suðurs þannig að fullnægt sé kröfum 7. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, um að fjöldi kjósenda í hvoru kjördæmi fyrir sig sé nokkurn veginn jafn og að hvort kjördæmi sé því sem næst samfelld heild með tilliti til gatna og hverfa? Ef svo er, hvar mundu mörk kjördæmanna liggja?