Ferill 762. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 1280  —  762. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á kjöti frá Grænlandi.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


1.      Hyggst ráðherra breyta reglum um meðferð kjöts sem ferðalangar frá Grænlandi taka með sér til Íslands á leið til þriðja lands, og ef svo er, hvenær verður það?
2.      Hvaða tegundir kjöts falla undir reglurnar?
3.      Telur ráðherra að einhver hætta sé á innflutningi búfjársjúkdóma samfara innflutningi ferðalanga frá Grænlandi á leyfilegu magni kjöts, 10 kg, þ.m.t. af sauðnautum, hreindýrum og ísbjörnum?


Skriflegt svar óskast.