Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1288  —  453. mál.




Svar


fjár­mála- og efnahags­ráð­herra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur um fjölda stofnana ríkisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur þróunin verið í fjölda stofnana ríkisins, opinberra hlutafélaga og ríkisfyrirtækja á árunum 1990–2015? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

    Til að svara fyrirspurninni á markvissan hátt er ríkis­stofnun skilgreind sem stofnun í A- hluta sem greiðir starfs­mönnum laun. Árlega þróun fjölda ríkis­stofnana á árunum 1990–2015 má sjá í eftirfarandi línuriti.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Allt frá gildistöku laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, fram til þess er lög um opinber fjár­mál, nr.123/2015, tóku gildi 1. janúar 2016 voru ríkisaðilar flokkaðir í fimm hópa, A-, B-, C-, D- og E-hluta ríkissjóðs. Til B-hluta töldust ríkisfyrirtæki sem ekki voru hlutafé­lög en byggðu afkomu sína á sölu til al­mennings og fyrirtækja. Stofnanir í E-hluta voru öll hluta- og sameignarfé­lög sem voru í meirihlutaeigu ríkisins. Fyrir gildistöku laga um fjárreiður ríkisins kom umfang ríkisins ekki nema að hluta til fram í fjár­lögum og ríkisreikningi, en þá var ekki getið um fjölda eða umfang hlutafélaga í eigu ríkisins. Því er ekki hægt að skoða þróun fjölda stofnana í B- og E-hluta fyrir gildistöku þeirra laga. Á eftirfarandi súluriti má sjá árlega þróun fjölda A-, B- og E-hluta á árunum 1998–2014.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.