Ferill 778. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1322  —  778. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um fjölda og starfssvið lögreglumanna.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hver hefur fjöldi fastráðinna og lausráðinna lögreglumanna verið á árabilinu 2007–2016 og hversu margir hafa á sama tíma annars vegar farið á eftirlaun og hins vegar hætt störfum af öðrum ástæðum?
     2.      Hve margir lögreglumenn voru að störfum í hverju löggæsluumdæmi árabilið 2007– 2016 og hvert var hlutfall lögreglumanna á íbúa í hverju umdæmi ár hvert?
     3.      Hver hefur starfsmannavelta hjá lögreglunni verið í löggæsluumdæmum landsins undanfarin þrjú ár?
     4.      Hvernig er aldurssamsetning fastráðinna lögreglumanna og hversu hátt hlutfall þeirra nær eftirlaunaaldri á næstu fimm árum?
     5.      Hefur fjölgun ferðamanna undanfarin ár haft áhrif á fjölda og staðsetningu lögreglumanna og tilhögun starfa þeirra og ef svo er, hvaða áhrif?
     6.      Telur ráðherra að fjöldi lögreglumanna, búnaður þeirra og verksvið hafi þróast í samræmi við þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu undanfarin ár, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna? Sér ráðherra fyrir sér breytingar á lögreglumálum af þeim sökum?


Skriflegt svar óskast.