Ferill 808. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1453  —  808. mál.




Fyrirspurn


til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Drekasvæðið.

Frá Óttari Proppé.


     1.      Hefur íslenska ríkið á einhvern hátt skuldbundið sig til að framlengja sérleyfi sem gefin hafa verið út til rannsókna og borunar tilraunaborholu á Drekasvæðinu og veitt þar með leyfi fyrir því að olíuvinnsla hefjist í tilraunaborholunni finnist kolvetni þar? Hvað gerist ef leyfin verða ekki endurnýjuð?
     2.      Hefur Orkustofnun reiknað út mögulegan kostnað við skaða sem hlotist getur af lekaslysi við olíuleit og borun tilraunaborholu? Hvaða tryggingar hafa leyfishafar keypt?
     3.      Hefur ríkið fjárhagslegt bolmagn til að leggja út fyrir aðgerðum ef stór leki eða annars konar umhverfisslys verður við leit og borun tilraunaborholu? Hefur ríkið tryggt að það geti sótt þann kostnað sem af skaðanum kann að hljótast til leyfishafa?


Skriflegt svar óskast.