Ferill 809. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1473  —  809. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tekjur af auðlegðarskatti.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


    Hve miklum tekjum má áætla að auðlegðarskattur hefði skilað á árunum 2015 og 2016 og mundi skila á árinu 2017 væri hann lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu á árinu 2013 til greiðslu á árinu 2014? Svarið óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og áætlaða þróun skattstofnsins annars vegar og skatttekna hins vegar, allt á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir að skattstofn ársins 2013 og tekjur ársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti, á verðlagi yfirstandandi árs, til samanburðar.


Skriflegt svar óskast.