Ferill 828. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1562  —  828. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um netbrotadeild lögreglunnar.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hyggst ráðherra fara að tillögum um að efla tölvubrotadeild lögreglunnar með stofnun sérstakrar netbrotadeildar þar sem brot sem varða höfundaréttarvarið efni nytu forgangs? Ef svo er, munu rannsóknir slíkra brota njóta forgangs umfram rannsóknir á t.d. dreifingu barnakláms og hrellikláms, hryðjuverkaógnunum og skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem mansali?
     2.      Hefur farið fram úttekt á hversu skilvirkar aðgerðir lögreglu vegna höfundarréttarbrota kunna að vera? Hafa aðrar leiðir verið kannaðar við að tryggja afkomu og standa vörð um hagsmuni rétthafa, t.d. með sérstökum gjöldum eða miðlægri efnisgátt þar sem allt íslenskt efni væri aðgengilegt gegn gjaldi?
     3.      Hvaða tæknilegar aðferðir yrðu notaðar við rannsóknir?