Ferill 862. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1632  —  862. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um kjarnorkuafvopnun og Sameinuðu þjóðirnar.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hverjar eru ástæður þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um skýrslu vinnuhóps á vegum Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkuafvopnun í Genf 19. ágúst síðastliðinn?
     2.      Mun fulltrúi Íslands styðja tillögur þess efnis að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boði til ráðstefnu árið 2017 með þátttöku alþjóðastofnana og borgaralegra samtaka, sem opin verði öllum ríkjum, með það að markmiði að semja um lagalega bindandi leiðir til að banna kjarnorkuvopn og stuðla að útrýmingu þeirra?


Skriflegt svar óskast.