Ferill 14. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 22  —  14. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um borgarastyrjöldina í Sýrlandi.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda til borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi og hvernig áforma þau að koma afstöðu sinni á framfæri?
     2.      Munu stjórnvöld beita sér með einhverjum hætti á alþjóðavettvangi vegna stríðsins í Sýrlandi?
     3.      Áforma stjórnvöld einhverjar ráðstafanir í þágu stríðshrjáðs almennings í Sýrlandi eða flóttamanna þaðan? Ef svo er, hvaða aðgerðir eru það og hvenær er þeirra að vænta?


Skriflegt svar óskast.