Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 89  —  32. mál.




Fyrirspurn

til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um málefni Brúneggja ehf. og upplýsingagjöf til almennings um brot á reglum um dýravelferð.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær var fyrst vitað um ástand mála hjá Brúneggjum ehf. sem fjallað var um í fréttaþættinum Kastljósi á RÚV 28. nóvember 2016?
     2.      Hvernig og hvenær hefur verið brugðist við upplýsingum um misbresti í starfsemi Brúneggja ehf. og hyggst ráðherra bregðast sérstaklega við upplýsingum sem fram komu í Kastljósi?
     3.      Hvaða verkferlar eru í ráðuneytinu til að tryggja að upplýsingar um misbresti í matvælaframleiðslu, svo sem brot á reglum um dýravelferð, berist almenningi þegar við á?
     4.      Hvaða skýringar eru á því að upplýsingar um blekkingarnar sem beitt var af hálfu Brúneggja ehf. og skýrt var frá í fyrrnefndum Kastljósþætti rötuðu ekki til almennings?
     5.      Hyggst ráðherra auðvelda fjölmiðlum að nálgast upplýsingar um brot eftirlitsskyldra aðila í landbúnaði gegn lögum um velferð dýra og lögum um matvæli og þá hvernig?
     6.      Hvar er á vegi stödd vinna við setningu nýrrar reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í stað reglugerðar nr. 504/1998 sem fallin er úr gildi?


Skriflegt svar óskast.