Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 128  —  71. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um orkukostnað heimilanna.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hver er meðalárskostnaður vegna raforkunotkunar og húshitunar á 140 fermetra og 350 rúmmetra einbýlishúsi samkvæmt gjaldskrá 1. september 2016 á eftirgreindum stöðum miðað við lægsta fáanlega gjald fyrir orku frá rafveitu og hitaveitu: RARIK – dreifbýli, Orkubúi Vestfjarða – dreifbýli, Orkuveitu Reykjavíkur – dreifbýli, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Bolungarvík, Hólmavík, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Grenivík, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum, Höfn, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík?
     2.      Hver hafa verið helstu áhrif laga nr. 20/2015 á þróun raforkuverðs frá gildistöku þeirra? Eru dæmi um gjaldskrárhækkanir eftir gildistöku laganna og hve miklar hafa þær þá orðið og hvar?
     3.      Hver hefðu áhrifin orðið af því að leggja jöfnunargjald vegna dreifingar raforku einnig á stórnotendur?
     4.      Hversu hátt þyrfti framlag ríkissjóðs til jöfnunar á orkukostnaði heimilanna að vera, miðað við orkunotkun 2016, til þess að fullur jöfnuður næðist meðal allra orkunotenda?


Skriflegt svar óskast.