Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 221  —  154. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um auðlindir og auðlindagjald.

Frá Lilju Sigurðardóttur.


     1.      Hefur verið skilgreint hvað auðlind er og ef svo er, hverjar teljast helstu auðlindir Íslendinga?
     2.      Af hvaða auðlindum er greitt auðlindagjald?
     3.      Hyggst ráðherra leggja auðlindagjald á aðrar auðlindir en nú er gert og þá hverjar?


Skriflegt svar óskast.