Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 251  —  180. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Fab Lab smiðjur.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvar á landinu starfrækir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og samstarfsaðilar Fab Lab smiðjur?
     2.      Hverjir eru samstarfsaðilar Nýsköpunarmiðstöðvar um rekstur Fab Lab smiðja á hverjum stað?
     3.      Hve miklu fé hefur Nýsköpunarmiðstöð varið til starfsemi Fab Lab smiðja á hverjum stað frá því að þetta verkefni hófst? Upphæðir óskast færðar til verðlags yfirstandandi árs.
     4.      Hve margir starfsmenn vinna að verkefnum tengdum Fab Lab smiðjunum á hverjum stað og hve margir hafa tekið þátt í starfseminni frá upphafi?
     5.      Til hve langs tíma eru samningar um Fab Lab smiðjur að jafnaði gerðir?
     6.      Hvaða áform eru um starfrækslu Fab Lab smiðja framvegis og fjármögnun þeirra?


Skriflegt svar óskast.