Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 265  —  194. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sóknaráætlanir landshluta.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra framfylgja ákvæði stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um byggðamál þar sem segir að lýðræðisleg aðkoma íbúa verði m.a. styrkt í gegnum sóknaráætlanir landshluta?
     2.      Er fyrirhugað að auka fjárframlög til sóknaráætlana landshluta sem nú er ætlað að efla menningu og efla atvinnuþróun? Er fyrirhugað að veita fé til annara þátta og málaflokka?
     3.      Verður aðkoma stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál að sóknaráætlunum óbreytt?
     4.      Verður lagt heildarmat á hvernig framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur tekist með hliðsjón af umfangi verkefnisins og fjárveitingum?
     5.      Verður lagt mat á hvernig gengur að ná markmiðum laga um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, sem eiga að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, en jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar?


Skriflegt svar óskast.