Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 313  —  224. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um heimaslátrun og aukinn fjölbreytileika í matvælaframleiðslu.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Telur ráðherra að rýmka megi reglur til að efla vöruþróun og sölu beint frá býli með það fyrir augum að auka fjölbreytileika í matvælaframleiðslu fyrir neytendur og efla atvinnu í dreifbýli?
     2.      Telur ráðherra að leyfa eigi heimaslátrun, ekki aðeins til eigin nota á býli heldur einnig til sölu, að því gefnu að vöruvöndun og öryggi sé í fyrirrúmi?
     3.      Til hvaða ráðstafana telur ráðherra að grípa þurfi svo framangreint nái fram að ganga á yfirstandandi kjörtímabili og hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingum hvað þetta varðar?