Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 318  —  227. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um stefnu um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra leggja fyrir Alþingi stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku eins og skylt er skv. 39 gr. a raforkulaga, nr. 65/2003?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til þess að gerð yrði orkunýtingaráætlun eða mótuð orkunýtingarstefna þar sem fram kæmi áform um hve stórum hluta orkunnar skuli varið til orkuskipta í samgöngum, til heimila, til lítilla og meðalstórra notenda og til stórnotenda?