Ferill 242. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 334  —  242. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa látist hérlendis á undanförnum fimm árum meðan á málsmeðferð þeirra stóð?
     2.      Hvaða ráðstafanir eru gerðar til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. þjónustu sálfræðinga og geðlækna, og telur ráðherra að þessi mál séu í góðu horfi eða þarfnist úrbóta?
     3.      Hvaða ástæður eru fyrir banni Útlendingastofnunar við heimsóknum til umsækjenda um alþjóðlega vernd og hver er afstaða ráðherra til bannsins?
     4.      Hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja öryggi sjúkra og örvæntingarfullra umsækjenda um alþjóðlega vernd þannig að atburður á borð við þann þegar umsækjandi lést eftir að hafa lagt eld að sér endurtaki sig ekki?


Skriflegt svar óskast.