Ferill 300. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 412  —  300. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um viðurkenningu erlendra ökuréttinda.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Njóta öll ökuréttindi erlendra ferðamanna viðurkenningar hér á landi?
     2.      Ríkir gagnkvæmni í viðurkenningu ökuréttinda þannig að erlend ríki, sem Ísland viðurkennir ökuréttindi frá, taki íslensk ökuréttindi gild?
     3.      Eru gerðar ráðstafanir til að kanna hvort ökuskírteini sem framvísað er þegar bifreiðar eru leigðar séu ófölsuð eða að framvísuð skírteini séu í raun ökuskírteini?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta reglum um viðurkenningu erlendra ökuréttinda til aksturs hér á landi og þá hvernig?