Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 416  —  304. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um mannréttindasjónarmið í íslenskri löggjöf o.fl.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvernig miðar rannsókn á stöðu hælisleitenda og flóttamanna út frá jafnréttis- og mannréttindasjónarmiðum sem kveðið er á um í 12. tölul. framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019?
     2.      Hefur verið kannað hvort fullnægjandi tillit sé tekið til jafnréttis- og mannréttindasjónarmiða í íslenskri löggjöf og lagaframkvæmd, m.a. með hliðsjón af kyni, kynhneigð eða kynímynd, viðkvæmum einstaklingum og þolendum ofbeldisbrota og mansals, eins og kveðið er á um í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019?
     3.      Hvað líður mótun aðgerða til að tryggja hælisleitendum og flóttamönnum sanngjarna málsmeðferð og viðeigandi vernd sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019?