Ferill 334. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 459  —  334. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um ráðstafanir gegn verðhækkun íbúðarhúsnæðis.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra koma til álita að grípa til ráðstafana áþekkum þeim sem nú er beitt í Noregi til að hamla gegn miklum verðhækkunum á íbúðarhúsnæði á Oslóarsvæðinu eða annarra ráðstafana sem þjónuðu sama tilgangi og þá hvaða?
     2.      Telur ráðherra að þær miklu verðhækkanir á húsnæði sem orðið hafa undanfarið á höfuðborgarsvæðinu séu til marks um fasteignabólu sem kallar á óhóflega skuldsetningu íbúðarkaupenda og ef svo er, hvernig telur ráðherra að bregðast skuli við af hálfu hins opinbera?