Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 460  —  335. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um sérstakan húsnæðisstuðning.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hversu mörg sveitarfélög hafa sett sér reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga?
     2.      Hvernig fylgist ráðuneytið með því að sveitarfélög setji sér reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og hvernig eru sveitarfélögin upplýst um leiðbeinandi reglur ráðueytisins þar um?
     3.      Eru einhver sveitarfélög með reglur sem stangast á við leiðbeinandi reglur ráðuneytisins um þennan stuðning og ef svo er, hvaða sveitarfélög eru það?
     4.      Hversu margir fá sérstakan húsnæðisstuðning hjá sveitarfélögum? Liggur fyrir mat ráðuneytisins á því hversu margir fá ekki sérstakan húsnæðisstuðning vegna þess að reglur sveitarfélagsins víkja frá leiðbeinandi reglum ráðuneytisins?
     5.      Hversu oft hefur samráðsnefnd um húsnæðismál fundað um eftirfylgni samkomulags ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur og leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning og úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga?


Skriflegt svar óskast.