Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 699  —  500. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um heimagistingu.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hvernig hefur verið háttað eftirliti með að fullnægt sé ákvæðum laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald hvað varðar tilkynningaskylda heimagistingu sem má að hámarki vera í boði í 90 daga á ári?
     2.      Hvaða fjármagni hefur verið varið til slíks eftirlits?
     3.      Telur ráðherra að nægjanlega vel sé búið um fyrirkomulag heimagistingar í núverandi lögum?
     4.      Hver hefur þróunin verið í skráningu á heimagistingu og hefur skráningum fjölgað í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru 2016?