Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 708  —  503. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um vinnu við sjö ára byggðaáætlun.

Frá Þórunni Egilsdóttur.


     1.      Hvernig miðar vinnu við tillögu til þingsályktunar um sjö ára byggðaáætlun, sbr. 3. gr. laga um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015, og hvenær stefnir ráðherra að framlagningu hennar?
     2.      Er sérstaklega gætt að því við ofangreinda vinnu að greitt verði fyrir nýsköpun í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni?
     3.      Verður í byggðaáætlun lögð áhersla á ívilnanir, svo sem skattalegar, fyrir fyrirtæki og einstaklinga á svæðum sem glíma við fólksfækkun til að styðja við slíkar byggðir?
     4.      Hefur verið horft til þeirra stuðningsaðgerða sem Norðmenn hafa gripið til á undanförnum áratugum til að styðja við byggðir sem glíma við fólksfækkun sem fyrirmyndar við gerð nýrrar byggðaáætlunar?


Skriflegt svar óskast.