Ferill 577. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 890  —  577. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um verknámsbrautir.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Eru uppi áform um að efla verknámsbrautir framhaldsskóla með auknum fjárveitingum?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að viðmið um nemendafjölda í hverri námsgrein verði lækkað og fleiri verknámsskólum þannig gert kleift að mennta nemendur í fjölbreyttum iðngreinum?


Skriflegt svar óskast.