Ferill 597. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 952  —  597. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um kynjamismunun.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Er stofnunum og opinberum fyrirtækjum heimilt að setja reglur um klæðaburð fólks, t.d. um að konur séu í kjól og karlar í jakkafötum eða að konur séu með huldar geirvörtur í sundi en karlar ekki? Samræmast slíkar reglur stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008?
     2.      Er eitthvert eftirlit með því hvort stofnanir og fyrirtæki mismuni fólki eftir kyni? Ef svo er, er eftirlitið bundið við ákveðna þætti?
     3.      Eru viðurlög við því að stofnanir og fyrirtæki mismuni fólki eftir kyni? Ef svo er, hver eru þau og hvers konar brot þarf til?
     4.      Telur ráðherra reglur Alþingis um klæðaburð þingmanna, þar sem körlum er skylt að vera í jakka en konur eiga að vera „snyrtilega klæddar“, standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008?


Skriflegt svar óskast.