Ferill 602. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 970  —  602. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vinnuferli svars við fyrirspurn.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hverjar voru helstu tímasetningar í vinnuferli við samningu og afhendingu svars við fyrirspurn á þingskjali 660 (477. mál) á þessu þingi, þar á meðal á:
                  a.      móttöku ráðherra á fyrirspurninni,
                  b.      helstu áfanga í vinnslu svarsins,
                  c.      móttöku ráðherra á svarinu til endanlegrar samþykktar,
                  d.      sendingu svarsins til forseta Alþingis?
     2.      Hvaða skýringar eru á löngum tíma sem það tók ráðherra að svara umræddri fyrirspurn í ljósi þess að vinnsla svarsins hefur hvorki kallað á sérstaka gagnaöflun né gagnavinnslu?
     3.      Hvernig tryggir ráðherra umsjón með vinnslu svara við fyrirspurnum þingmanna svo að miðað sé við að þeim sé svarað eigi síðar en 15 virkum dögum eftir að þær eru leyfðar, sbr. 6. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis?


Skriflegt svar óskast.