Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 981  —  389. mál.

3. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006, með síðari breytingum (landupplýsingagrunnur og gjaldfrelsi landupplýsinga).

Frá minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar.


    Nefndin tók málið til umfjöllunar á milli 2. og 3. umræðu og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Karl Arnar Arnarsson frá Loftmyndum ehf. Á fundi nefndarinnar reifaði fulltrúi Loftmynda áhyggjur af mögulegum breytingum á stöðu fyrirtækisins við samþykkt frumvarpsins. Nefndin fór yfir þessi sjónarmið með fulltrúa ráðuneytisins.
    Minni hlutinn sér ekki ástæðu til að reifa frekar þau sjónarmið sem fram komu á fundinum enda kom þar ekkert nýtt fram sem ekki hefur legið fyrir, m.a. í umsögnum um málið þegar það var lagt fram á 144. löggjafarþingi (mál 560). Því er engin ástæða til að hnykkja sérstaklega á einhverjum efnisatriðum málsins heldur nægir að vísa almennt í greinargerð frumvarpsins.
    Minni hlutinn sér ekki ástæðu til að gera breytingar á frumvarpinu eins og það liggur fyrir og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 30. maí 2017.

Kolbeinn Óttarsson Proppé,
frsm.
Ari Trausti Guðmundsson. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir.