Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1008  —  613. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um tillögu um skipan dómara í Landsrétt.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    Tók ráðherra í störfum sínum við gerð tillögu um skipan 15 dómara í Landsrétt mið af niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 412/2010, íslenska ríkið og Árni M. Mathiesen gegn Guðmundi Kristjánssyni og gagnsök, og ef ekki, á hverju byggðist ákvörðun ráðherra?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Þar sem ráðherra sá efni til að víkja frá áliti dómnefndar er óhjákvæmilegt að ávörðun ráðherra sé, eins og segir í dómi Hæstaréttar nr. 412/2010, „reist á frekari rannsókn, þar sem meðal annars yrði tekið tillit til fyrirmæla hans sjálfs í reglum um störf dómnefndarinnar um það atriði varðandi umsækjendur sem ráða skyldu hæfnismati, og tryggt að sérþekkingar nyti þar við í sambærilegum mæli og við störf dómnefndarinnar“.