Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 308  —  221. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis og viðbrögð við þeim.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hefur forseti Alþingis eða skrifstofa þingsins tekið saman yfirlit yfir þær ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis sem beint er til Alþingis?
     2.      Hverjar eru þær ábendingar?
     3.      Hvernig hefur verið brugðist við þeim?
     4.      Hvernig hefur verið tryggt að þeim ábendingum sem brugðist hefur verið við hafi verið og verði fylgt eftir?
     5.      Hver hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili?
     6.      Hvernig hyggst forseti fylgja eftir ábendingum þar sem ekki hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili?
     7.      Hefur verið tekin ákvörðun um að bregðast ekki við ákveðnum ábendingum?


Skriflegt svar óskast.