Ferill 242. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 338  —  242. mál.
Leiðrétting.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um veiðigjöld o.fl.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hyggst ráðherra bregðast við hækkun veiðigjalda á yfirstandandi fiskveiðiári sem leggjast einna þyngst á litlar og meðalstórar útgerðir?
     2.      Kemur til greina að veita á ný vaxtaafslátt vegna lána til kvótakaupa?
     3.      Kemur til greina að endurgreiða smábátaútgerðum þær 170 millj. kr. sem eru ofgreiddar vegna mismunar á milli útgerða með eða án fiskvinnslu samkvæmt útreikningum Landssambands smábátaeigenda?
     4.      Stendur enn yfir sú vinna í ráðuneytinu sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hóf árið 2016 í samstarfi við Byggðastofnun um endurskoðun á lögum um forkaupsrétt sveitarfélaga á útgerðum með samkomulag við lánastofnanir í huga? Hefur ráðherra gert ráðstafanir um framhald þessa máls?


Skriflegt svar óskast.