Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 391  —  289. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um vindorkuver.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.

     1.      Hvernig verður staðið að lagasetningu um vindorkuver, sem greint er frá í stjórnarsáttmála að ráðist verði í, og hvaða áhrif hefur það á væntanlegt frumvarp að sífellt ber meira á hugmyndum og ráðagerðum um byggingu vindorkuvera hér á landi?
     2.      Skal líta svo á, samkvæmt raforkulögum og áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun), að vindorkuver með meira en 10 MW uppsett rafafl verði metið innan ramma umræddrar áætlunar?
     3.      Ber við mat á fýsileika vindorkuvera að leggja fram yfirlit (lífsferilsgreiningu) um vistspor vindmylla og annars búnaðar, allt frá smíðatíma búnaðarins og þar til orkuverin verða tekin niður og endurnýtt?


Skriflegt svar óskast.