Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 648  —  450. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvernig var fylgt eftir aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið þar sem afmarka skyldi þau stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið var ákjósanlegt að flytja til sýslumannsembætta, sbr. ákvæði til bráðabirgða III í lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, nr. 50/2014?
     2.      Hvaða verkefni voru færð til embætta sýslumanna á þessum grundvelli? Óskað er eftir sundurliðun eftir embættum og verkefnum.
     3.      Telur ráðherra að vel hafi tekist að fylgja eftir fyrirmælum laganna?
     4.      Telur ráðherra þörf á því að taka málið upp að nýju og færa fleiri stjórnsýsluverkefni frá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra til sýslumannsembætta?


Skriflegt svar óskast.