Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 801  —  278. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.


    Dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra svara fyrirspurninni sameiginlega á starfstíma innanríkisráðuneytisins sem var frá 1. janúar 2011 – 31. des 2017. Svörin eiga hins vegar eingöngu við um dómsmálaráðuneytið á öðrum tímabilum nema annað sé tekið fram.

    1. Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera í eigu og rekstri ríkisins og vera útbúin öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðastjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Tilgangur þessarar starfsemi er að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna embættisskyldum sínum.
    Gildandi reglugerð um bifreiðamál ríkisins er frá 2014 og kom í stað eldri reglugerðar frá árinu 1991. Þá var hlutverki bifreiðastjóra breytt og fengu þeir aukið hlutverk til að gegna öryggisgæslu ráðherra, m.a. með því að virkja öryggisbúnað ef þörf krefur og veita hlutaðeigandi ráðherra liðsinni ef upp koma aðstæður sem kunna að ógna öryggi farþega og bifreiðastjóra. Þá var og sérstaklega mælt fyrir um að ráðherrabifreiðin skyldi nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra.
    Þess skal getið að undanfarið hefur verið unnið að því að endurskipuleggja umsýslu og rekstur bifreiða Stjórnarráðsins og ráðningarsamband ráðherrabílstjóra. Innleiðing nýs fyrirkomulags stendur yfir. Það miðar að hagkvæmari rekstri allra ráðherrabifreiða, skýrari umgjörð um notkun þeirra og efldu hlutverki bifreiðastjóra. Eftirleiðis verður umsjón með bifreiðum, rekstur þeirra og endurnýjun hjá miðlægri þjónustueiningu Stjórnarráðsins. Endurnýjun bifreiða verður í samræmi við vistvæna innkaupastefnu ráðherrabifreiða sem ríkisstjórnin samþykkti í febrúar sl. Þá miðar hið nýja fyrirkomulag að því að efla starfsumhverfi bifreiðastjóra og gera þeim betur kleift að gegna mikilvægu öryggishlutverki gagnvart ráðherra.

    2. Samkvæmt eldri reglugerð frá 1991 um bifreiðamál ríkisins kom fram að ráðherra gæti notað ráðherrabifreið til takmarkaðra einkanota. Þá taldist akstur til og frá heimili sem einkanot. Í gildandi reglugerð er ekki fjallað sérstaklega um rétt til takmarkaðra einkanota og jafnframt er gert ráð fyrir að ráðherrum sé ekið til og frá heimili, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Fyrir vikið er hlunnindamat ekki reiknað.

    3. og 4. Þar sem bifreiðin er einungis notuð til að aka ráðherra er ekki ástæða til að halda sérstaka akstursdagbók.

    5. Mánaðarlegur kostnaður við rekstur ráðherrabifreiða var sem hér greinir frá og með árinu 2009, skipt í almennan rekstrarkostnað annars vegar og laun ráðherrabílstjóra hins vegar. Tölur frá 1. janúar 2011 og til loka árs 2017 eru fyrir innanríkisráðuneytið (ráðuneytisnúmer 06). Almennur rekstrarkostnaður vegna ráðherrabifreiða var bókaður hjá rekstrarfélagi Stjórnarráðsins tímabilið janúar 2011 til október 2012 fyrir öll ráðuneytin. Verkstjóri bifreiðamála starfaði hjá rekstrarfélaginu frá október 2010 og fram til október 2012 og hefur hlutdeild í þeim kostnaði verið jafnað yfir mánuði sama tímabils. Með sama hætti var rekstrarkostnaður bókaður hjá innanríkisráðuneyti frá janúar 2013 til janúar 2014, en hugmyndir voru um að færa bifreiðamálin yfir til embættis ríkislögreglustjórans, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Almennur rekstrarkostnaður fyrir árið 2017 felur í sér rekstrarkostnað tveggja ráðherrabifreiða og bílstjóra stærstan hluta ársins, þ.e. bæði vegna dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, en ráðuneytin störfuðu á sama fjárlaganúmeri allt árið 2017 eins og áður greinir. Mínustölur geta þýtt að leiðrétting hafi verið gerð í bókhaldinu, t.d. vegna trygginga.

Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiða.

Mánuður 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
janúar 37.769 36.343 134.174 216.809 140.888 128.596 -39.060 48.771 70.590
febrúar 53.466 27.440 64.039 68.239 71.823 33.844 24.100 75.955 162.061
mars 57.612 75.670 137.777 109.576 444.952 57.489 67.644 111.272 242.945
apríl 86.522 61.615 94.755 428.975 29.815 355.315 192.958 39.556 130.318
maí 124.301 162.788 99.387 368.805 302.498 -132.111 839.700 99.987 279.408
júní 37.228 46.458 219.773 51.649 86.909 -70.865 152.939 10.917 80.118
júlí 60.482 10.424 131.920 182.496 215.880 457.886 63.135 92.002 126.590
ágúst 16.272 61.917 126.206 146.628 473.187 106.337 93.233 -8.091 185.729
september 31.161 10.678 202.963 144.163 39.007 107.630 87.047 90.628 159.718
október 79.823 77.519 207.301 216.927 132.486 465.803 87.257 43.519 182.351
nóvember 79.244 316.085 100.152 94.186 129.967 45.354 102.328 212.519 124.619
desember 28.015 6.197 153.669 298.262 77.162 47.378 -43.679 34.172 172.371


Mánaðarleg laun ráðherrabílstjóra, án launatengdra gjalda.

Mánuður 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
janúar 511.018 505.498 527.675 477.685 357.980 651.895 631.084 712.003 758.282
febrúar 511.018 505.498 527.675 623.551 641.324 613.895 631.084 712.003 758.282
mars 511.018 505.498 559.490 644.326 627.976 653.895 700.284 761.203 1.442.139
apríl 511.018 505.498 564.575 672.126 635.466 662.873 631.084 712.003 1.482.139
maí 536.218 531.298 527.675 644.326 525.401 652.974 700.598 756.503 1.535.924
júní 511.018 521.231 556.721 614.326 985.205 631.084 661.098 758.282 1.482.139
júlí 511.018 521.231 606.721 614.326 635.466 631.084 661.098 758.282 1.482.139
ágúst 522.020 521.231 556.721 614.326 635.466 631.084 661.098 758.282 1.646.591
september 515.819 521.231 556.721 614.326 635.466 631.084 661.098 758.282 1.865.947
október 515.819 634.062 581.022 614.326 635.466 631.084 661.098 758.282 1.874.654
nóvember 566.218 308.335 581.022 614.326 647.182 704.684 1.097.933 840.282 1.772.946
desember 520.618 164.172 644.822 664.826 943.986 631.084 712.003 758.282 1.619.204