Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 931  —  507. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur um opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins.



     1.      Hversu mörg störf eru á vegum ráðuneytisins og stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins? Óskað er eftir sundurliðun eftir stofnunum og landshlutum.
    Fjölda starfa á vegum ráðuneytis og stofnana utan höfuðborgarsvæðis eru 52. Flest þeirra eru á Norðurlandi eða um 45 störf, 6 störf eru á Vesturlandi og 1 starf er á Austurlandi.

Stofnun Heildarfjöldi
starfsmanna
Fjöldi starfa utan höfuðborgarsvæðis Suðurland Vesturland Norðurland Austurland
Byggðastofnun 26 26 1 25
Samgöngustofa 135 3 3
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 44
Rannsóknarnefnd samgönguslysa 20 2 2
Póst- og fjarskiptastofnun 24
Þjóðskrá Íslands 116 21 20 1

     2.      Telur ráðherra að unnt sé að láta vinna fleiri störf á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins?
    Já.

     3.      Hyggst ráðherra færa störf út á land á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess, sbr. markmið byggðaáætlunar og áform ríkisstjórnarinnar í samstarfssáttmála um að stefna skuli að því að auglýsa störf án staðsetningar?
    Með aukinni samskiptatækni, háhraðafjarskiptateningum um allt land ásamt greiðum samgöngum er nú hægt að vinna skipulega að því marki án þess að það sé einhver vandi að fólk vinni saman sem staðsett er víða um land. Ráðherra mun nú skoða málið heildstætt og fylgja markmiði byggðaáætlunar sem segir að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki í ráðuneytum. Margar stofnanir ráðuneytisins eru nú þegar með starfsstöðvar um land allt sem skoða þarf hvort nauðsynlegt sé að styrkja.