Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1055  —  373. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra.


     1.      Hver var frá árinu 2006 árlegur fjöldi ferða mennta- og menningarmálaráðherra (áður menntamálaráðherra) annars vegar og hins vegar ráðuneytisstjóra til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytisins?
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda ferða ráðherra og ráðuneytisstjóra til útlanda á vegum ráðuneytisins á árunum 2006–2017.

Fjöldi ferða ráðherra Fjöldi ferða ráðuneytisstjóra
2006 10 9
2007 13 10
2008 12 10
2009 4 3
2010 2 6
2011 2 6
2012 7 7
2013 5 6
2014 5 3
2015 11 12
2016 15 10
2017 5 11

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga hvors um sig vegna þessara ferða?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegar greiðslur dagpeninga skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra á árunum 2006–2017.

Dagpeningar ráðherra Dagpeningar ráðuneytisstjóra
2006 719.912 589.295
2007 930.875 608.734
2008 1.283.633 1.101.467
2009 298.185 310.342
2010 133.467 705.833
2011 136.722 442.762
2012 385.371 453.840
2013 418.114 456.236
2014 326.281 145.224
2015 1.086.467 1.156.004
2016 1.538.651 612.007
2017 345.752 729.262

     3.      Hversu oft á hverju ári fengu ráðherra og ráðuneytisstjóri 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Eftirfarandi tafla sýnir hversu oft á ári hverju ráðherra og ráðuneytisstjóri fengu greidda 1/ 3 hluta dagpeninga og hve oft þeir fengu 2/ 3 hluta dagpeninga.

1/3 hluti dagpeninga ráðherra 2/3 hluti dagpeninga ráðherra 1/3 hluti dagpeninga ráðuneytisstjóra 2/3 hluti dagpeninga ráðuneytisstjóra
2006 Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við
2007 Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við
2008 Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við
2009 0 4 Á ekki við Á ekki við
2010 0 2 Á ekki við Á ekki við
2011 0 2 Á ekki við Á ekki við
2012 0 7 Á ekki við Á ekki við
2013 0 5 Á ekki við Á ekki við
2014 0 5 Á ekki við Á ekki við
2015 0 11 Á ekki við Á ekki við
2016 0 15 Á ekki við Á ekki við
2017 0 5 Á ekki við Á ekki við

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir, skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra, vegna hótelgistingar þeirra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegar fjárhæðir skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra vegna hótelgistingar þeirra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar á árunum 2006–2017.

Hótelkostnaður ráðherra Ferðakostnaður ráðherra Hótelkostnaður ráðuneytisstjóra Ferðakostnaður ráðuneytisstjóra
2006 175.101 1.256.850 468.919 936.330
2007 916.878 1.402.140 568.539 1.183.380
2008 606.562 2.524.308 565.474 2.268.730
2009 369.986 454.340 183.992 476.580
2010 85.025 215.768 168.713 811.737
2011 116.385 236.230 280.136 741.341
2012 216.977 735.334 483.340 818.177
2013 327.103 847.169 252.939 825.199
2014 351.709 1.004.795 218.341 322.181
2015 1.189.936 1.927.583 853.855 2.287.714
2016 1.513.150 2.262.826 586.919 1.251.129
2017 333.273 632.408 386.048 1.345.894

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra eða ráðuneytisstjóra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytisins og í hve mörgum tilfellum endurgreiddu þeir þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Í 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, kemur fram að ríkið eigi að leggja ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa þeirra. Af því leiðir að ráðherra er jafnan ekið til flugvallar í bifreið ráðuneytisins. Í undantekningartilvikum er ráðuneytisstjóri samferða ráðherra. Ráðherrabílstjóri ekur ekki ráðuneytisstjóra þegar hann fer án ráðherra til útlanda í erindagjörðum.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra og ráðuneytisstjóra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem þeir nutu erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Samkvæmt 7. gr. laga nr. 1/2009 skulu styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem ríkisstarfsmenn njóta meðan á dvölinni stendur, koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum eftir því sem við á og unnt er að meta hverju sinni.