Ferill 636. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1069  —  636. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflutninga.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða aðferðir voru notaðar árið 2017 til þess að flytja sjúklinga á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir og hversu oft var hver aðferð notuð á hverri stofnun það ár?
     2.      Hvaða verklagsreglur gilda um flutning sjúklinga með sjúkraflugi með tilliti til ástands sjúklinga og annarra þátta?
     3.      Hver var meðalferðatími sjúklinga í sjúkraflugi árið 2017 og hvernig skiptist sá ferðatími milli ferðamáta? Svar óskast sundurliðað fyrir flutning til flugvélar, flutning með flugvél og loks fyrir flutning úr flugvél á lokaáfangastað.


Skriflegt svar óskast.