Ferill 590. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1073  —  590. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um kynjaskiptingu í stjórnum, ráðum og nefndum á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er kynjaskiptingin í þeim stjórnum, ráðum og nefndum sem starfandi eru á málefnasviði ráðherra? Óskað er upplýsinga um kynjaskiptingu í hverri nefnd, stjórn og ráði um sig.

    Taflan hér á eftir sýnir kynjaskiptingu skipaðra aðalmanna í nefndum, stjórnum og ráðum en nær ekki til varamanna.

Heiti nefndar, stjórnar, ráðs Kynjaskipting
KK KVK
AVS, úthlutunarnefnd 2018–2022 2 1
Bjargráðasjóður, stjórn 2018–2022 2 1
Dýralæknaráð 2018–2023 2 3
Erfðanefnd landbúnaðarins 2016–2019 5 3
Faghópur vegna verkefnis um mat á gróðurauðlindum 2017–2026 3 2
Fiskræktarsjóður, stjórn 2017–2021 3 2
Fisksjúkdómanefnd 2016–2021 3 2
Framkvæmdanefnd búvörusamninga 2017–2026 4 3
Framleiðnisjóður landbúnaðarins, stjórn 2017–2021 3 2
Horses of Iceland, markaðsverkefni íslenska hestsins, verkefnisstjórn 6 4
Jafnréttisfulltrúi/jafnréttisnefnd ANR 2016–2018 2 1
Markanefnd 2013–2021 3 1
Matarauður Íslands, verkefnastjórn 2017–2021 1 3
Matís ohf., stjórn 2018–2019 3 4
Matsnefnd um lax- og silungsveiði 2015–2019 2 1
Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna 2016–2020 5 4
Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara 2 2
Ráðgjafarnefnd um uppruna og ræktun íslenska hestsins 3 0
Ráðgjafarnefnd um útflutning hrossa 3 2
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga 4 4
Samráðshópur um verkefnið Matarauður Íslands 6 7
Samstarfsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar 2017–2022 5 3
Starfshópur til að vinna að reglugerð um heilbrigðisstarfsmenn dýra 2 2
Starfshópur um endurskoðun eignarhalds á bújörðum 3 2
Starfshópur um endurskoðun hrognkelsaveiða 2 1
Starfshópur um endurskoðun reglugerðar nr. 52/2014 um tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma 3 2
Starfshópur um fjareftirlit með fiskiskipum 3 0
Starfshópur um flatfiskarannsóknir 6 1
Starfshópur um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum 4 1
Starfshópur um innkaupastefnu opinberra aðila á sviði matvæla 2 3
Starfshópur um viðhald gæða í ferskfiski 2 2
Stjórn bleikjukynbótaverkefnis á Hólum 3 2
Stjórn verkefnasjóðs sjávarútvegsins, almenn deild 1 2
Stjórn verkefnasjóðs sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði 2 2
Ullarmatsnefnd 0 3
Umhverfissjóður sjókvíaeldis, stjórn 2014–2018 3 2
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna 8 1
Úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla 2017–2019 2 1
Úttektarmenn samkvæmt ábúðarlögum 2016–2020 1 1
Úttektarnefnd um opinbert eftirlit með framleiðslu matvæla 3 2
Úttektarstjórn um opinbert eftirlit með framleiðslu matvæla 3 0
Veiðigjaldsnefnd 2012–2018 2 1
Verðlagsnefnd búvara 2017–2018 5 3
Verkefnastjórn um dóm EFTA-dómstólsins 14. nóvember 2017 3 2
Verkefnisstjórn um kortlagningu hafsbotnsins umhverfis Ísland 2 1
Yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum 2018–2022 2 1
Yrkisréttarnefnd 2017–2021 2 1