Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1111  —  357. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
    Við leit í málaskrá ráðuneytisins komu fram, samkvæmt bestu yfirsýn, upplýsingar um setu þingmanna í eftirfarandi nefndum, ráðum og starfshópum á tilgreindu tímabili. Yfirlitið er afmarkað við setu þingmanna í nefndum á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku. Hugsanleg tímabundin seta þingmanna, vegna forfalla aðalmanna, er ekki tilgreind í öllum tilvikum. Þá er seta ráðherra í ráðherranefndum ekki tilgreind.
    Ágúst Ólafur Ágústsson, sat í nefnd um Evrópumál og nefnd um þróun Evrópumála.
    Álfheiður Ingadóttir, sat í nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum og starfshópi vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings. Þá átti hún sæti í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Árni Þór Sigurðsson, sat í nefnd um þróun Evrópumála.
    Árni Páll Árnason, var varamaður í ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur.
    Ásmundur Einar Daðason, sat í landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra, hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og starfaði með vinnuhópi um eftirlitsstofnanir.
    Birgir Ármannsson, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007 og árin 2013–2016, samráðshópi vegna frumvarps um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör og sem varamaður í starfshópi vegna ógildingar kosningar til stjórnlagaþings.
    Birgitta Jónsdóttir, sat í starfshópi vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings.
    Birkir Jón Jónsson, sat í nefnd um þróun Evrópumála.
    Bjarni Benediktsson, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007 og stjórn Stjórnstöðvar ferðamála.
    Björn Bjarnason, sat í nefnd um Evrópumál.
    Bryndís Hlöðversdóttir, sat í nefnd um Evrópumál.
    Einar K. Guðfinnsson, sat í nefnd um Evrópumál og nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi.
    Frosti Sigurjónsson, sat í starfshópi um valkosti við brotaforðakerfi.
    Geir H. Haarde, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007.
    Guðfinna S. Bjarnadóttir, sat í stefnumótunarnefnd um upplýsingasamfélagið.
    Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sat í samráðshópi vegna frumvarps til laga um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör.
    Guðjón A. Kristjánsson, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007.
    Guðlaugur Þór Þórðarson, sat í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi og á sæti í þjóðaröryggisráði.
    Guðmundur Steingrímsson, sat í samráðshópi um vinnumarkaðsmál.
    Guðbjartur Hannesson, sat í Vísinda- og tækniráði.
    Gunnar Svavarsson, sat í nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi.
    Gunnar Bragi Sveinsson, sat í stjórn Stjórnstöðvar ferðamála og almannavarna- og öryggismálaráði.
    Hanna Birna Kristjánsdóttir, sat í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Hjálmar Árnason, sat í nefnd um Evrópumál.
    Höskuldur Þórhallsson, sat í starfshópi vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings.
    Illugi Gunnarsson, sat í nefnd um þróun Evrópumála og í Vísinda- og tækniráði.
    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007.
    Jóhanna María Sigmundsdóttir, sat í vinnuhópi um eftirlitsstofnanir.
    Jón Bjarnason, sat í Vísinda- og tækniráði.
    Jón Gunnarsson, sat í vinnuhópi um eftirlitsstofnanir og í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Jón Kristjánsson, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007.
    Jón Magnússon, sat í nefnd um þróun Evrópumála.
    Jónína Bjartmarz, sat í nefnd um Evrópumál og í stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007.
    Jónína Rós Guðmundsdóttir, sat í samráðshópi um vinnumarkaðsmál.
    Katrín Jakobsdóttir, sat í Vísinda- og tækniráði, nefnd um þróun Evrópumála, stjórnarskrárnefnd 2013–2016, stýrihópi 20/20 sóknaráætlunar og þjóðaröryggisráði.
    Katrín Júlíusdóttir, sat í Vísinda- og tækniráði, í almannavarna- og öryggismálaráði og stýrihópi 20/20 sóknaráætlunar.
    Kolbrún Halldórsdóttir, sat í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Kristinn H. Gunnarsson, sat í nefnd um þróun Evrópumála og nefnd til undirbúnings hátíðarhalda 17. júní 2011 í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.
    Kristján L. Möller, sat í stýrihópi 20/20 sóknaráætlunar og í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Kristján Þór Júlíusson, sat í Vísinda- og tækniráði og í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Lilja Rafney Magnúsdóttir, sat í samráðshópi um vinnumarkaðsmál.
    Lúðvík Bergvinsson, sat í nefnd um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.
    Oddný G. Harðardóttir, situr í þjóðaröryggisráði.
    Ólöf Nordal, sat í stjórn Stjórnstöðvar ferðamála og almannavarna- og öryggismálaráði.
    Óttarr Proppé, sat í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Páll Valur Björnsson, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2013–2016.
    Pétur H. Blöndal, sat í nefnd um endurskoðun örorkumats og endurhæfingar og starfshópi vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings.
    Ragnheiður E. Árnadóttir, sat í Vísinda- og tækniráði, almannavarna- og öryggismálaráði og stjórn Stjórnstöðvar ferðamála.
    Ragnheiður Ríkharðsdóttir, starfaði með samráðshópi um vinnumarkaðsmál.
    Róbert Marshall, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2013–2016.
    Sigríður Á. Andersen, á sæti í almannavarna- og öryggismálaráði og þjóðaröryggisráði.
    Sigrún Magnúsdóttir, sat í almannavarna- og öryggismálaráði og í stjórn Stjórnstöðvar ferðamála.
    Sigurður Ingi Jóhannsson, sat í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Silja Dögg Gunnarsdóttir, á sæti í þjóðaröryggisráði.
    Skúli Helgason, sat í verkefnastjórn um eflingu græns hagkerfis og starfshópi um menntun og atvinnusköpun ungs fólks, og starfaði með samráðshópi um vinnumarkaðsmál
    Steingrímur J. Sigfússon, sat í stjórnarskrárnefnd 2005–2007 og í Vísinda- og tækniráði.
    Steinunn Þóra Árnadóttir, sat í samráðshópi vegna frumvarps um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör.
    Svandís Svavarsdóttir, sat í almannavarna- og öryggismálaráði, Vísinda- og tækniráði og stýrihópi 20/20 sóknaráætlunar.
    Unnur Brá Konráðsdóttir, sat í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar
    Valgerður Bjarnadóttir, sat í stjórnarskrárnefnd árin 2013–2016, samráðshópi vegna frumvarps um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör og starfshópi vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings.
    Valgerður Gunnarsdóttir, sat í starfshópi um aukna möguleika í millilandaflugi og stjórnarskrárnefnd árin 2013–2016.
    Vigdís Hauksdóttir, sat í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, samráðshópi vegna frumvarps um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör.
    Þorgerður K. Gunnarsdóttir, sat í samráðshópi um vinnumarkaðsmál.
    Þór Saari, sat í samráðshópi vegna frumvarps til laga um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör.
    Ögmundur Jónasson, sat í almannavarna- og öryggismálaráði.
    Össur Skarphéðinsson, sat í nefnd um Evrópumál, stjórnarskrárnefnd árin 2005–2007, almannavarna- og öryggismálaráði og Vísinda- og tækniráði.

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur til þingmanna fyrir setu í nefndum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Það athugast að þrátt fyrir að nefnd hafi verið launuð kann að vera að einhverjir nefndarmenn hafi ekki þegið greiðslur fyrir setu í nefndinni. Við vinnslu svarsins var leitað í bókhaldi ráðuneytisins eftir kennitölum þingmanna. Ekki er unnt að útiloka að einstaka þingmenn hafi fengið greiðslur fyrir nefndarsetu í gegnum félög í þeirra eigu. Ráðuneytið metur það hins vegar svo að slíkt sé ólíklegt. Með hliðsjón af því og þeirri umfangsmiklu vinnu sem fullnaðarrannsókn á því myndi útheimta er svarið sett fram með þessum fyrirvara.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar í ráðuneytinu um vinnuframlag umræddra þingmanna í einstökum nefndum á tímabilinu.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Upplýsingar um verktakagreiðslur einstakra þingmanna á tímabilinu er að finna í svari við 6. tölul. fyrirspurnarinnar.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Störf þingmanna í öðrum nefndum en þeim sem tilgreindar eru í svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar voru ólaunuð. Ekki er hægt að útiloka að þingmenn hafi unnið önnur tilfallandi ólaunuð verkefni fyrir ráðherra eða ráðuneytið á tímabilinu.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Illugi Gunnarsson fékk greiddar verktakagreiðslur árið 2006 að fjárhæð 547.200 kr. og 404.819 kr. árið 2007 vegna starfa sinna í nefnd um framkvæmd einkavæðingar.
    Unnur Brá Konráðsdóttir fékk greidda verktakagreiðslu árið 2012 að fjárhæð 116.480 kr. vegna starfa sinna í verkefnisstjórn um rammaáætlun.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Stýrihópur 20/20 sóknaráætlunar skilaði af sér lokaskýrslu um niðurstöður sóknaráætlunar og stefnumörkunina Ísland 2020 ásamt tillögum.
    Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra skilaði af sér skýrslu í október 2014.
    Nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum (auðlindastefnunefnd) skilaði af sér skýrslu í september 2012.
    Nefnd um mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið skilaði af sér tillögum að stefnu um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2008–2012 (Netríkið Ísland – Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008–2012).
    Stjórnarskrárnefnd 2005–2007 skilaði af sér áfangaskýrslu um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands í febrúar 2007.
    Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir skilaði af sér áfangaskýrslu í október 2014.
    Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilaði af sér tillögum í nóvember 2013.
    Starfshópur vegna ógildingar kosninga til stjórnlagaþings skilaði af sér áliti meiri hluta og minni hluta hópsins um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar Íslands um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings, í febrúar 2011.
    Nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi skilaði af sér skýrslu í nóvember 2006 og drögum að frumvarpi til laga.
    Frosti Sigurjónsson, formaður starfshóps um valkosti við brotaforðakerfi, skilaði af sér skýrslunni Monetary Reform – A better monetary system for Iceland, í mars 2015.
    Samráðshópur um vinnumarkaðsmál skilaði af sér tillögum samráðshóps um vinnumarkaðsmál í mars 2011.
    Samráðshópur vegna frumvarps um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslu og persónukjör. Frumvörp unnin í samráði við fulltrúa stjórnmálaflokka í samráðshópnum sem lögð voru fram og samþykkt á Alþingi árið 2010.
    Nefnd um þróun Evrópumála skilaði af sér skýrslu í apríl 2009.
    Nefnd til undirbúnings hátíðarhalda 17. júní 2011 í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar skilaði af sér skýrslu í desember 2008 um tillögur að viðburðum vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar ásamt kostnaðaráætlun.
    Nefnd um Evrópumál skilaði af sér skýrslu í mars árið 2007 um tengsl Íslands og Evrópusambandsins ásamt fylgiskjölum.
    Nefnd um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins skilaði af sér skýrslu um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu íslenska ríkisins, í mars 2010.
    Stjórnarskrárnefnd 2013–2016 skilaði af sér áfangaskýrslu í júní 2014 og drögum að þremur frumvörpum til laga í júlí 2016.
    Nefnd um endurskoðun örorkumats og endurhæfingar skilaði af sér skýrslu í mars 2007.
    Verkefnastjórn um eflingu græns hagkerfis skilaði af sér skýrslu í janúar 2013 um forgangsröðun verkefna sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi.
    Starfshópur um menntun og atvinnusköpun ungs fólks skilaði af sér skýrslu sem ber heitið „Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi – tillögur um samþættingu menntunar og atvinnu“ í nóvember 2012.
    Starfshópur um aukna möguleika í millilandaflugi skilaði af sér skýrslu í október 2015.
    Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur. Nefndin veitir ráðuneytum og öðrum stjórnvöldum ráðgjöf við þróun aðferða við mat á eftirlitsreglum og veitir umsagnir um greinargerðir um slíkt mat.
    Framangreindar nefndir, ráð og hópar voru skipaðir af forsætisráðherra og forsætisráðuneytinu og var lokaafurðin, í samræmi við það, skilað til ráðherra og ráðuneytis.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki sett skriflegar reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins.