Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1165  —  595. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um styrki til verkefna og rekstrar á málefnasviði ráðherra.


     1.      Hvernig eru styrkir til verkefna á málefnasviði ráðherra auglýstir lausir til umsóknar?
    Í október ár hvert er auglýst eftir styrkjum af safnliðum fjárlaga vegna verkefna á sviði félagsmála. Auglýst hefur verið í prentmiðlum og á vef velferðarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er fjórar vikur.

     2.      Hvernig eru umsóknar metnar, hverjir sjá um að meta þær, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar og hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Félags- og jafnréttismálaráðherra skipar þriggja manna starfshóp úr velferðarráðuneytinu sem metur styrkumsóknir og gerir tillögur til ráðherra um veitingu styrkja, sbr. reglur um úthlutun styrkja sem félags- og jafnréttismálaráðherra veitir samkvæmt safnliðum fjárlaga hverju sinni. Umsóknir eru metnar út frá gildi og mikilvægi verkefnis, að markmið séu skýr og grein gerð fyrir tilætluðum árangri, að fram komi hvernig árangur verði metinn og út frá fjárhagsgrundvelli verkefnisins. Þá horfir starfshópurinn til þess hvort verkefnið falli að áherslum sem tilgreindar hafa verið í auglýsingu.

     3.      Hvernig velur ráðherra á milli verkefna sem uppfylla allar kröfur?
    Árlega sækja tugir félagasamtaka um styrki og samanlagt er fjárhæðin oftast langt umfram það fjármagn sem er til úthlutunar hverju sinni. Einnig sækja einstök félagasamtök gjarnan um styrki til margra verkefna. Það liggur því fyrir að forgangsraða þarf þeim verkefnum sem hljóta styrk og er í því samhengi m.a. horft til gæða umsókna og hvort verkefnin hljóti styrk annars staðar. Þau verkefni sem uppfylla allar kröfur fá alla jafna styrk en sjaldan reynist unnt að veita alla þá upphæð sem sótt er um þar sem fjármagn til úthlutunar er takmarkað. Meginástæður þess að ekki er veittur styrkur til verkefnis, þrátt fyrir að umsókn uppfylli öll skilyrði, eru:
    a.    umsóknaraðili hefur sótt um styrki til margra verkefna og þarf því að velja úr þeim verkefnum sem hljóta styrk,
    b.    umsóknaraðili er með samning við ráðuneytið eða undirstofnanir þess en skv. 3. gr. reglna um úthlutun styrkja af safnliðum fjárlaga eru ekki veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrk á fjárlögum eða verkefna sem falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga við það.

     4.      Hversu margar umsóknir bárust, hversu margar umsóknir töldust uppfylla allar kröfur og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012?
     5.      Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

    Árin 2012 og 2013 var umsóknum ekki skipt sérstaklega upp í félagsmál og heilbrigðismál þar sem einn ráðherra fór fyrir báðum málaflokkunum. Frá og með árinu 2014 hefur velferðarráðuneytið auglýst eftir umsóknum um styrki af safnliðum fjárlaga vegna verkefna á sviði félagsmála annars vegar og verkefna á sviði heilbrigðismála hins vegar. Félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra veita hvor um sig styrki til þeirra málaflokka sem undir þá heyra.
    Langflest þeirra félagasamtaka sem hlotið hafa styrk frá árinu 2012 eru með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu en sinna verkefnum víða um land. Í meðfylgjandi töflu er að finna nánari upplýsingar um fjölda styrkja sem veittir hafa verið til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála, upphæðir og upplýsingar um þau félagasamtök sem eru með starfsemi á landsbyggðinni.

Styrkveitingar af safnliðum fjárlaga vegna verkefna á sviði félagsmála 2012–2018.

Ár Umsóknir Styrkfjárhæð í kr. Félagasamtök á landsbyggðinni Landssamtök
2012 Alls bárust 160 umsóknir til verkefna á sviði félagsmála og verkefna á sviði heilbrigðismála. Styrkir voru veittir til 52 verkefna á sviði félagsmála. 239.400.000 Aflið, Akureyri.
Strókur, Selfossi.
Virkjun mannauðs, Suðurnesjum
ADHD samtökin, Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Drekaslóð, Dyngjan, Félag heyrnarlausra, Félag einstæðra foreldra, Félag um foreldrajafnrétti, Fjóla, Geðhjálp, Geðverndarfélag Íslands, Hagsmunasamtök heimilanna, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, Höndin, Íþróttasamband fatlaðra, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband eldri borgara, Norræna félagið á Íslandi, Samhjálp, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtökin ´78, Sjónarhóll, Specialisterne, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Systkinasmiðjan, Umsjónarfélag einhverfra og Þroskahjálp.
2013 Alls bárust 143 umsóknir til verkefna á sviði félagsmála og verkefna á sviði heilbrigðismála. Styrkir voru veittir til 50 verkefna á sviði félagsmála.           299.500.000 Aflið, Akureyri.
Lundur, Suðurnesjum.
Rauði krossinn, Akranesi.
Strókur, Selfossi.
Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Drekaslóð, Dyngjan, EAPN á Íslandi, Félag einstæðra foreldra, Félag lesblindra á Íslandi, Félag stjúpfjölskyldna, Félag heyrnarlausra, Fjóla, Geðhjálp, Hagsmunasamtök heimilanna, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar Höndin, Jafnréttishús, KFUM og KFUK á Íslandi, Klúbburinn Geysir, Krossgötur áfangaheimili, Krýsuvíkursamtökin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband eldri borgara, MND félagið Norræna félagið á Íslandi, Samhjálp, Samtök meðlagsgreiðenda, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtökin ´78, Sjálfsbjörg, Sjónarhóll, Specialisterne, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Systkinasmiðjan, og Þroskahjálp.
2014 Alls barst 81 umsókn um styrki vegna verkefna á sviði félagsmála. Styrkir voru veittir til 58 verkefna. 286.160.000 Aflið, Akureyri.
Strókur, Selfossi.
Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Drekaslóð, Dyngjan, EAPN á Íslandi, Einhverfusamtökin, Félag einstæðra foreldra, Félag lesblindra á Íslandi, Félag stjúpfjölskyldna, Fjölskylduhjálp Íslands, Femínistafélag Íslands, Félag heyrnarlausra, Fjóla, Geðhjálp, Hagsmunasamtök heimilanna, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, Heimili og skóli, Höndin, Klúbburinn Geysir, Krossgötur áfangaheimili, Krýsuvíkursamtökin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband eldri borgara, MND félagið, Ný dögun, Samtök meðlagsgreiðenda, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtökin ´78, Sjálfsbjörg, Sjónarhóll, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Systkinasmiðjan, Samhjálp og Þroskahjálp.
2015 Alls bárust 92 umsóknir um styrki vegna verkefna á sviði félagsmála. Styrkir voru veittir til 69 verkefna 191.210.000 Aflið, Akureyri.
Geðverndarfélag Akureyrar.
IS-ART, Suðurlandi.
ADHD samtökin, Átak félag fólks með þroskahömlun, Barnaheill. Blindrafélagið, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Drekaslóð, Dyngjan, EAPN á Íslandi, Einhverfusamtökin, Félag einstæðra foreldra, Félag lesblindra á Íslandi, Félag stjúpfjölskyldna, Félag um foreldrajafnrétti, Fjóla, Fjölskylduhjálp Íslands, Félag áhugafólks um Smith Magenis heilkenni, Geðhjálp, Geðverndarfélag Akureyrar, Hagsmunasamtök heimilanna, Heimili og skóli, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, Hugarfar, KFUM og KFUK á Íslandi, Krossgötur áfangaheimili, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, LIFA, Rótin, Samtök meðlagsgreiðenda, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök leigjenda á Íslandi, Landssamband eldri borgara, Ljósið, MND félagið, Ný dögun, Samtökin ´78, Sjálfsbjörg, Sjónarhóll, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Specialisterne, Systkinasmiðjan, Samhjálp, Vímulaus æska, UNICEF, Þroskahjálp og Þjónustusetur líknarfélaga.
2016 Alls bárust 67 umsóknir um styrki vegna verkefna á sviði félagsmála. Styrkir voru veittir til 52 verkefna. 183.020.000 Aflið, Akureyri.
Geðverndarfélag Akureyrar.
Lionsklúbburinn Ylfa, Akureyri.
Zontaklúbbur Akureyrar.
ADHD samtökin, Afstaða félag fanga, Átak félag fólks með þroskahömlun, Barnaheill, Blindrafélagið, Drekaslóð, EAPN á Íslandi, Einhverfusamtökin, Félag einstæðra foreldra, Félag heyrnarlausra, Félag lesblindra á Íslandi, Félag stjúpfjölskyldna, Félag áhugafólks um Smith Magenis heilkenni, Geðhjálp, Háskóli Íslands, Hagsmunasamtök heimilanna, Hugarfar, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, KFUM og KFUK á Íslandi, Kvennaráðgjöfin, Landssamband eldri borgara, Ný dögun, MND félagið, Samtök meðlagsgreiðenda, Samtökin ´78, Sjálfsbjörg, Sjónarhóll, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Specialisterne, Stelpur rokka, Systkinasmiðjan, Vímulaus æska og Þroskahjálp.
2017 Alls bárust 82 umsóknir um styrki vegna verkefna á sviði félagsmála. Styrkir voru veittir til 72 verkefna. 189.750.000 Aflið, Akureyri.
Batasetur Suðurlands.
Foreldrafélag Verkmenntaskóla Austurlands.
Geðverndarfélag Akureyrar.
Grófin geðverndarmiðstöð, Akureyri.
Vá Vest, félag um vímuefnaforv. á Vestfjörðum.
ADHD samtökin, Átak félag fólks með þroskahömlun, Barnaheill, Blindrafélagið, Blátt áfram, Börnin okkar, Drekaslóð, Dyngjan, EAPN á Íslandi, Einhverfusamtökin, Félag heyrnarlausra, Félagsráðgjafafélag Íslands, Félag lesblindra á Íslandi, Fjóla, Félag einstæðra foreldra, Félag stjúpfjölskyldna, Félag um foreldrajafnrétti, Fjölskylduhjálp Íslands, Geðhjálp, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, KFUM og KFUK á Íslandi, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Landssamband eldri borgara, MND félagið, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Ný dögun, Rótin, Samtök umgengnisforeldra, Samtökin ´78, Sjálfsbjörg, Sjónarhóll, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Specialisterne, Stelpur rokka, Systkinasmiðjan, Vímulaus æska, UNICEF, Þroskahjálp og Æskulýðsvettvangurinn.
2018 Alls bárust 72 umsóknir um styrki vegna verkefna á sviði félagsmála. Styrkir voru veittir til 52 verkefna. 189.000.000 Í ár fékk Aflið styrk frá fjárlaganefnd Alþingis.
Ekki bárust umsóknir frá öðrum félagasamtökum á landsbyggðinni.
ADHD samtökin, Átak félag fólks með þroskahömlun, Barnaheill, Blindrafélagið, Blátt áfram, Drekaslóð, Dyngjan, EAPN á Íslandi, Einhverfusamtökin, Félag heyrnarlausra, Félag einstæðra foreldra, Félag lesblindra á Íslandi, Félag stjúpfjölskyldna, Geðhjálp, Höndin, Heyrnarhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, KFUM og KFUK á Íslandi, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Samtök um framfærsluréttindi, Klúbburinn Geysir, Landssamband eldri borgara, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ´78, Sjálfsbjörg, Sjónarhóll, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Stelpur rokka, Systkinasmiðjan, Vímulaus æska, UNICEF, Þroskahjálp og Æskulýðsvettvangurinn.

     6.      Veitir ráðuneytið rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðherra? Ef svo er, hvernig eru þeir ákvarðaðir, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar, hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir og hvar á landinu voru þau félagasamtök sem fengu styrki, ár hvert frá árinu 2012?

    Styrkir eru ekki veittir eingöngu til reksturs félagasamtaka sbr. 3. gr. reglna um úthlutun styrkja af safnliðum fjárlaga.