Ferill 666. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1271  —  666. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um framkvæmdir vegna Landspítalans við Hringbraut.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Telur ráðherra að hægt verði að loka spítalanum í Fossvogi, eins og ráðgert er þegar nýr meðferðarkjarni verður tekinn í notkun á Landspítalanum við Hringbraut, í ljósi aukinnar þarfar fyrir sjúkrahúsþjónustu og þess að nýting sjúkrarúma hefur verið langt yfir æskilegu marki?
     2.      Hver er uppfærð áætlun um endurnýjun á gömlu húsnæði Landspítalans við Hringbraut og hversu langan tíma er áætlað að sú endurbygging taki?
     3.      Hvenær eru áætluð verklok vegna nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut? Hversu hár er áætlaður heildarkostnaður?


Skriflegt svar óskast.