Ferill 671. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1280  —  671. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um DRG-kostnaðargreiningu á Landspítalanum.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hver er ástæða þess að fjármögnun klínískrar þjónustu á Landspítalanum er enn ákveðin á föstum fjárlögum en er ekki orðin framleiðslutengd á grundvelli DRG-kostnaðargreiningar (e. diagnosis-related groups) eins og stefnt var að með samningi Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala árið 2016?
     2.      Hversu mörg stöðugildi, af um 4.100 alls á spítalanum, og hversu margar fagstéttir, af 15 alls, falla undir DRG-kostnaðargreiningu á Landspítalanum?
     3.      Hvernig er kennsla og vísindastarf lækna á Landspítalanum reiknað inn í DRG-kostnaðargreininguna?


Skriflegt svar óskast.