Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 183  —  180. mál.




Frumvarp til laga


um brottfall laga.

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.


1. gr.

    Með lögum þessum eru eftirfarandi lög felld úr gildi:
     1.      Alþingissamþykkt um almanaksbreytinguna, 1. júlí 1700.
     2.      Tilskipun um breytingu almanaksins á Íslandi og í Færeyjum, 10. apríl 1700.
     3.      Lög um siglingar og verslun á Íslandi, 15. apríl 1854.
     4.      Lög um að leggja jarðirnar Laugarnes og Klepp í Seltjarnarneshreppi undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Reykjavíkur, nr. 5/1894.
     5.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis og bæjarfélags Akureyrarkaupstaðar, nr. 34/1895.
     6.      Lög um að leggja jörðina Naust í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Akureyrarkaupstaðar, nr. 28/1909.
     7.      Lög um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar á lóð undir skólabygging, nr. 31/1909.
     8.      Lög um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju, nr. 49/1913.
     9.      Lög um bæjarstjórn Ísafjarðar, nr. 67/1917.
     10.      Lög um áveitu á Flóann, nr. 68/1917.
     11.      Lög um bæjarstjórn Vestmannaeyja, nr. 26/1918.
     12.      Lög um bæjarstjórn á Siglufirði, nr. 30/1918.
     13.      Lög um bæjarstjórn á Seyðisfirði, nr. 61/1919.
     14.      Lög um að leggja jarðirnar Kjarna og Hamra í Hrafnagilshreppi undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Akureyrar, nr. 17/1920.
     15.      Lög um eignarnám á vatnsréttindum í Andakílsá o.fl., nr. 20/1921.
     16.      Lög um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra, nr. 51/1921.
     17.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 46/1923.
     18.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga inn í viðbótarsamning við myntsamning Norðurlanda, nr. 4/1926.
     19.      Lög um viðauka við og breyting á lögum nr. 68 14. nóvember 1917, um áveitu á Flóann, nr. 10/1926.
     20.      Lög um bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði, nr. 48/1928.
     21.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 49/1929.
     22.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 69/1931.
     23.      Lög um viðauka við og breyting á lögum nr. 68 14. nóvember 1917, um áveitu á Flóann, nr. 56/1933.
     24.      Lög um breyting nokkurra laga, sem varða sölu og meðferð íslenskra afurða, nr. 79/1935.
     25.      Lög um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, nr. 99/1935.
     26.      Lög um gelding húsdýra, nr. 123/1935.
     27.      Lög um eignarnámsheimild á nokkrum löndum og á afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, nr. 11/1936.
     28.      Lög um sameining Blönduóskauptúns í eitt hreppsfélag, nr. 15/1936.
     29.      Lög um viðauka við lög nr. 99 3. maí 1935, um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, nr. 22/1939.
     30.      Lög um hlutarútgerðarfélög, nr. 45/1940.
     31.      Lög um breyting á lögum nr. 11 1. febrúar 1936 (Eignarnámsheimild á nokkrum löndum o.fl.), nr. 101/1940.
     32.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa nokkrar jarðir og afnotarétt jarða í Ölfusi, nr. 104/1940.
     33.      Lög um bæjarstjórn á Akranesi, nr. 45/1941.
     34.      Lög um heimild fyrir Reykjavíkurbæ til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, nr. 57/1942.
     35.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Neskaupstaðar, nr. 28/1943.
     36.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 52/1943.
     37.      Lög um viðauka við lög nr. 56/1933, um viðauka við og breyting á lögum nr. 68/1917, um áveitu á Flóann, nr. 117/1943.
     38.      Hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað, nr. 10/1944.
     39.      Lög um bæjarstjórn í Ólafsfirði, nr. 60/1944.
     40.      Lög um heimild fyrir Ólafsfjarðarkaupstað til að taka eignarnámi lóðarréttindi nálægt landamerkjum Brimness og Hornbrekku, nr. 30/1945.
     41.      Lög um heimild fyrir ríkissjóð til að kaupa eignir setuliðsins á Íslandi, nr. 54/1945.
     42.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á leigu geymsluhús Tunnuverksmiðju Siglufjarðar sf., nr. 24/1946.
     43.      Lög um sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag, nr. 52/1946.
     44.      Lög um bæjarstjórn á Sauðárkróki, nr. 57/1947.
     45.      Lög um Egilsstaðakauptún í Suður-Múlasýslu, nr. 58/1947.
     46.      Lög viðvíkjandi nafnbreyting Vinnuveitendafélags Íslands, nr. 9/1948.
     47.      Lög um eignarnám á ræktuðum og óræktuðum byggingarlóðum á Sauðárkróki sunnan Sauðár, nr. 39/1948.
     48.      Lög um bráðabirgðabreyting nokkurra laga o.fl., nr. 50/1948.
     49.      Lög um skattfrelsi vinninga o.fl. varðandi happdrættislán ríkissjóðs, nr. 83/1948.
     50.      Lög um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, nr. 100/1948.
     51.      Lög um bæjarstjórn í Keflavík, nr. 17/1949.
     52.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á móti og ráðstafa framlögum samkvæmt áætlun um fjárhagslega viðreisn Evrópu, nr. 47/1949.
     53.      Lög um eignarnám á lóðum vegna bygginga fyrir Menntaskólann í Reykjavík, nr. 62/1949.
     54.      Lög um bæjarstjórn í Húsavík, nr. 109/1949.
     55.      Lög um ábyrgð ríkissjóðs vegna viðskipta við lönd, sem versla á jafnvirðis- og vöruskiptagrundvelli, nr. 104/1952.
     56.      Lög um framlengingu á heimild ríkisstjórnarinnar til að nota allt að fjórum milljónum dollara af yfirdráttarheimild Íslands hjá Greiðslubandalagi Evrópu, nr. 6/1953.
     57.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í alþjóðasamningi frá 5. apríl 1946 um möskvastærð fiskinetja og lágmarksstærðir fisktegunda, ásamt ákvæðum viðbætis við samninginn frá 2. apríl 1953, nr. 18/1954.
     58.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Dalvíkurhrepp á erfðafesturéttindum í eignarlandi Dalvíkurhrepps, nr. 30/1954.
     59.      Lög um viðauka við lög nr. 115 7. nóvember 1941, um Búnaðarbanka Íslands, nr. 31/1954.
     60.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Húsavíkurkaupstaðar, nr. 52/1954.
     61.      Lög um afnám ákvæða í lögum, sem binda atvinnuréttindi íslenskra ríkisborgara við undanfarna búsetu eða dvöl hér á landi, nr. 103/1954.
     62.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Akureyrarkaupstaðar, nr. 107/1954.
     63.      Lög um bæjarstjórn í Kópavogskaupstað, nr. 30/1955.
     64.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi jarðirnar Borg, Dynjanda og Rauðsstaði í Auðkúluhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu, nr. 17/1957.
     65.      Lög um sölu nokkurra jarða í opinberri eigu og um eignarnám erfðafesturéttinda, nr. 31/1958.
     66.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Hvammstangahrepp á erfðafesturéttindum í eignarlandi hans, nr. 34/1958.
     67.      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til ráðstafana vegna aðildar Íslands að Gjaldeyrissamningi Evrópu, nr. 34/1959.
     68.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Húsavíkurkaupstað á svokölluðu Preststúni í Húsavíkurlandi, nr. 29/1960.
     69.      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Stokkseyrarhreppi land jarðanna Stokkseyri I–III ásamt með hjáleigum og um eignarnámsheimild á erfðafesturéttindum, nr. 16/1961.
     70.      Lög um þátttöku Íslands í Hinni alþjóðlegu framfarastofnun, nr. 59/1961.
     71.      Lög um launajöfnuð kvenna og karla, nr. 60/1961.
     72.      Lög um afhendingu Þingeyjar í Skjálfandafljóti, nr. 62/1961.
     73.      Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 15/1962.
     74.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku vegna vatnsveituframkvæmda í Vestmannaeyjum, nr. 57/1963.
     75.      Lög um breytingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán, nr. 36/1964.
     76.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Hafnarfjarðarkaupstað land jarðarinnar Áss í Hafnarfirði, nr. 38/1964.
     77.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Akraneskaupstaðar, nr. 45/1964.
     78.      Lög um heimild til hækkunar kvóta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 53/1965.
     79.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Reyðarfjarðarhreppi jörðina Kollaleiru, nr. 9/1966.
     80.      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Hveragerðishreppi hluta úr landi ríkisjarðarinnar Vorsabæjar og um eignarnámsheimild á lóðum og erfðafesturéttindum, nr. 23/1966.
     81.      Lög um breyting á hreppamörkum milli Hafnarhrepps og Nesjahrepps, nr. 49/1966.
     82.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Keflavíkurkaupstaðar, nr. 51/1966.
     83.      Lög um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 76/1966.
     84.      Lög um ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda, nr. 5/1968.
     85.      Lög um breytingu á mörkum Eskifjarðarhrepps og Reyðarfjarðarhrepps í Suður-Múlasýslu og um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja ríkisjörðina Hólma, nr. 56/1968.
     86.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 82/1968.
     87.      Lög um aðgerðir í atvinnumálum, nr. 9/1969.
     88.      Lög um heimild til útgáfu reglugerðar um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 28/1969.
     89.      Lög um breyting á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 31/1969.
     90.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Garðahreppi landspildur úr landi Vífilsstaða, nr. 66/1969.
     91.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Keflavíkurkaupstað landssvæði, sem áður tilheyrði samningssvæði varnarliðsins, nr. 76/1969.
     92.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 19/1970.
     93.      Lög um ráðstöfun á Minningarsjóði Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum, nr. 26/1970.
     94.      Lög um heimild til hækkunar kvóta og framlags Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann, nr. 28/1970.
     95.      Lög um Fjárfestingarfélag Íslands hf., nr. 46/1970.
     96.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán vegna Vatnsveitu Vestmannaeyja, nr. 15/1971.
     97.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Hafnarfjarðarkaupstað hluta af landi jarðarinnar Dysja í Garðahreppi og Dalvíkurhreppi jörðina Háagerði í Dalvíkurhreppi, nr. 44/1971.
     98.      Lög um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar, nr. 46/1971.
     99.      Lög um tekjur sveitarfélaga, samkvæmt gjaldskrám og reglugerðum, nr. 83/1971.
     100.      Lög um breyting á skipulagsskrá nr. 79 18. september 1929 fyrir minningarsjóð hjónanna Halldórs Jónssonar og Matthildar Ólafsdóttur frá Suður-Vík og dætra þeirra, Guðlaugar og Sigurlaugar, til stofnunar elliheimilis fyrir Vestur-Skaftafellssýslu og Eyjafjöll, nr. 21/1972.
     101.      Lög um ákvörðun kaupgreiðsluvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 1973, nr. 100/1972.
     102.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja landspildu úr prestssetursjörðinni Bjarnarnesi í Nesjahreppi, nr. 12/1973.
     103.      Lög um breyting á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu og skipan lögsagnarumdæma, nr. 43/1973.
     104.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Seltjarnarneshreppi, nr. 16/1974.
     105.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurkauptúni, nr. 17/1974.
     106.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Grindavíkurhreppi, nr. 18/1974.
     107.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Eskifjarðarhreppi, nr. 19/1974.
     108.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Dalvíkurkauptúni, nr. 20/1974.
     109.      Lög um ráðstafanir vegna sameiningar Flugfélags Íslands hf. og Loftleiða hf., nr. 30/1974.
     110.      Lög um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum framleiddum á árinu 1974, nr. 52/1974.
     111.      Lög um breyting á lögum nr. 46 16. apríl 1971, um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar, og um heimild fyrir Hafnarfjarðarkaupstað að taka eignarnámi landspildu í Hafnarfirði, nr. 110/1974.
     112.      Lög um breyting á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Kópavogs, nr. 38/1975.
     113.      Lög um viðauka við lög nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni, sbr. lög nr. 14 26. mars 1974 og lög nr. 72 14. október 1975, nr. 73/1975.
     114.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi, nr. 83/1975.
     115.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðarinnar Nes í Norðfirði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi, nr. 84/1975.
     116.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Njarðvíkurhreppi, nr. 86/1975.
     117.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 42/1976.
     118.      Lög um undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi, nr. 47/1976.
     119.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til aðildar að Iðnþróunarsjóði fyrir Portúgal, nr. 61/1976.
     120.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa hf. Olíumöl innflutning á olíupramma, nr. 4/1977.
     121.      Lög um heimild til hækkunar framlags Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, nr. 7/1977.
     122.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 15/1977.
     123.      Lög um heimild til sölu hlutabréfa í Íslensku matvælamiðstöðinni hf. til erlendra aðila, nr. 17/1977.
     124.      Lög um skattfrelsi jarðstöðvar til fjarskiptasambands við umheiminn, nr. 20/1977.
     125.      Lög um virkjun Hvítár í Borgarfirði, nr. 26/1977.
     126.      Lög um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, nr. 77/1977.
     127.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Selfosskauptúni, nr. 8/1978.
     128.      Lög um breytingu á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar, nr. 30/1978.
     129.      Lög um greiðslu verðjöfnunargjalds af sauðfjárafurðum, nr. 105/1978.
     130.      Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 33/1979.
     131.      Lög um breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils, nr. 35/1979.
     132.      Lög um heimild til hækkunar framlags Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 38/1979.
     133.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdalshreppi ásamt jarðhitaréttindum, nr. 57/1979.
     134.      Lög um heimild til viðbótarlántöku og ábyrgðarheimild vegna framkvæmda á sviði orkumála 1979 o.fl., nr. 42/1980.
     135.      Lög um manntal 31. janúar 1981, nr. 76/1980.
     136.      Lög um heimildir til lántöku á árunum 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir, nr. 89/1980.
     137.      Lög um sameiningu Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, nr. 93/1980.
     138.      Lög um lagningu sjálfvirks síma, nr. 32/1981.
     139.      Lög um sjóefnavinnslu á Reykjanesi, nr. 62/1981.
     140.      Lög um heimild til hækkunar á hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum, nr. 32/1982.
     141.      Lög um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, nr. 70/1982.
     142.      Lög um ábyrgð vegna norrænna fjárfestingalána til verkefna, nr. 77/1982.
     143.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvíkurhreppi, nr. 34/1983.
     144.      Lög um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 68/1983.
     145.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum, nr. 70/1983.
     146.      Lög um heimild til niðurfellingar eða endurgreiðslu stimpilgjalda af íbúðalánum, nr. 20/1984.
     147.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja lagmetisiðju ríkisins í Siglufirði, nr. 26/1984.
     148.      Lög um heimild fyrir ráðherra f.h. ríkissjóðs til að ábyrgjast lán fyrir Arnarflug hf., nr. 30/1984.
     149.      Lög um lántöku o.fl. vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, nr. 45/1984.
     150.      Lög um lántöku Áburðarverksmiðju ríkisins, nr. 49/1984.
     151.      Lög um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, nr. 71/1984.
     152.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 104/1984.
     153.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Landssmiðjuna, nr. 125/1984.
     154.      Lög um breytingu á mörkum Garðabæjar og Kópavogs, nr. 22/1985.
     155.      Lög um þátttöku ríkisins í hlutafélagi til að örva nýsköpun í atvinnulífi og um heimildir annarra aðila til þátttöku í félaginu, nr. 69/1985.
     156.      Lög um sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs á láni vegna byggingar stálvölsunarverksmiðju, nr. 82/1985.
     157.      Lög um Jarðboranir hf., nr. 107/1985.
     158.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 111/1985.
     159.      Lög um nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf., nr. 119/1985.
     160.      Lög um yfirtöku ríkisviðskiptabanka á eignum og skuldum Söfnunarsjóðs Íslands, nr. 31/1986.
     161.      Lög um afhendingu Viðeyjar í Kollafirði, nr. 47/1986.
     162.      Lög um ábyrgð vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna, nr. 69/1986.
     163.      Lög um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Íslands, nr. 7/1987.
     164.      Lög um niðurfellingu laga nr. 54 frá 29. maí 1981, um Landkaupasjóð vegna kaupstaða og kauptúna, nr. 16/1987.
     165.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum, nr. 93/1987.
     166.      Lög um heimild fyrir Reykjavíkurborg til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað, nr. 22/1988.
     167.      Lög um heimild til hækkunar á hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum, nr. 27/1988.
     168.      Lög um heimild fyrir ráðherra f.h. ríkissjóðs til að selja fasteignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins að Síðumúla 34 og jarðhús í Ártúnsbrekku við Elliðaár, nr. 40/1988.
     169.      Lög um efnahagsaðgerðir, nr. 9/1989.
     170.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Köfunarstöðinni hf., Dýpkunarfélaginu hf., Slysavarnafélagi Íslands og Íslenska úthafsútgerðarfélaginu hf. innflutning á skipum, nr. 27/1989.
     171.      Lög um endurbætur og framtíðaruppbyggingu forsetasetursins á Bessastöðum, nr. 31/1989.
     172.      Lög um stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg, nr. 45/1989.
     173.      Lög um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar, nr. 112/1989.
     174.      Lög um að leggja Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins niður og ráðstafa eignum hans til lagmetisframleiðenda og samtaka þeirra, nr. 44/1990.
     175.      Lög um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 103/1990.
     176.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 104/1990.
     177.      Lög um ábyrgð gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum, nr. 127/1990.
     178.      Lög um launamál, nr. 4/1991.
     179.      Lög um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum, nr. 13/1991.
     180.      Lög um að leggja niður Lífeyrissjóð ljósmæðra, nr. 18/1992.
     181.      Lög um stofnun hlutafélags um Ríkismat sjávarafurða, nr. 91/1992.
     182.      Lög um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins, nr. 20/1993.
     183.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát, nr. 23/1993.
     184.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Sveinbirni Runólfssyni sf. innflutning á gröfupramma, nr. 24/1993.
     185.      Lög um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins, nr. 28/1993.
     186.      Lög um stofnun hlutafélags um Íslenska endurtryggingu, nr. 45/1993.
     187.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Lönguhlíð í Vallahreppi, Suður-Múlasýslu, nr. 68/1993.
     188.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og að staðfesta breytingar á samþykktum bankans, nr. 85/1993.
     189.      Lög um efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga, nr. 112/1993.
     190.      Lög um ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins til að vega á móti skerðingu þorskveiðiheimilda, nr. 119/1993.
     191.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Seltjarnarneskaupstað eyjuna Gróttu, nr. 53/1994.
     192.      Lög um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins og heimild til sölu hlutabréfa í því félagi, nr. 75/1994.
     193.      Lög um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins, nr. 89/1994.
     194.      Lög um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla, nr. 96/1994.
     195.      Lög um ábyrgð á norrænum fjárfestingarlánum til verkefna utan Norðurlanda, nr. 142/1994.
     196.      Lög um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins, nr. 43/1998.
     197.      Lög um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 128/1998.
     198.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 129/1998.
     199.      Lög um afnám laga nr. 70 1. júlí 1985, um Framkvæmdasjóð Íslands, með síðari breytingum, nr. 146/1998.
     200.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og hækka útlánaramma vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda, nr. 164/1998.
     201.      Lög um stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, nr. 98/2000.
     202.      Lög um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða, nr. 40/2001.
     203.      Lög um sölu kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða í Fljótsdalshreppi, nr. 53/2001.
     204.      Lög um auknar ábyrgðir vegna lánaflokks í Norræna fjárfestingarbankanum til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna, nr. 129/2002.
     205.      Lög um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159/2002.
     206.      Lög um hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda (PIL), nr. 31/2004.
     207.      Lög um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur, nr. 13/2005.
     208.      Lög um sölu kristfjárjarðarinnar Utanverðuness í Sveitarfélaginu Skagafirði, nr. 25/2005.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Frumvarp þetta var áður flutt á 148. löggjafarþingi (563. mál) og er nú endurflutt óbreytt.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að öll lög sem hafa í reynd lokið hlutverki sínu en eru þó að formi til enn í gildi verði felld úr gildi og lagasafnið þannig hreinsað.