Ferill 91. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 267  —  91. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra fengið til starfa, tímabundið eða á grundvelli verksamnings, sérfræðinga eða aðra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa? Ef svo er, hvaða aðilar eru það, hverjar hafa greiðslur til þeirra verið og hver er lýsing á verkefnum þeirra?

    Frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við hefur forsætisráðuneytið gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við eftirfarandi aðila:
     1.      Goðhóll ráðgjöf ehf. Undirbúningur og innleiðing á jafnlaunakerfi samkvæmt lögum nr. 56/2017. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 3.755.830 kr. frá ráðuneytinu fyrir ráðgjöf sína.
     2.      Halla Gunnarsdóttir. Ráðgjöf á sviði jafnréttismála og formennska í nefnd um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 6.859.000 kr. frá ráðuneytinu fyrir ráðgjöf sína.
     3.      Gylfi Zoëga. Gerð skýrslu um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 845.000 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     4.      Ásdís Káradóttir. Gæðaeftirlit með yfirlestri stjórnarfrumvarpa frá ráðuneytum. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 208.000 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     5.      Kolbrún Halldórsdóttir, Akkúrat – Viðburðastjórnun slf. Verkefnisstjórn vegna undirbúnings hátíðarhalda 1. desember 2018 í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 7.500.000 kr. frá ráðuneytinu fyrir ráðgjöf sína.
     6.      Landslög ehf., Jóhannes Karl Sveinsson. Formennska í starfshópi um kjararáð. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 4.262.500 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     7.      Metadata ehf. Sérfræðiráðgjöf við gerð vefreiknilíkans um tekjuþróun. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 5.475.615 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     8.      Analytica ehf. Sérfræðiráðgjöf við gerð vefreiknilíkans um tekjuþróun. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 2.081.565 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     9.      Ríkiskaup. Ráðgjöf við undirbúning útboðs á námuvinnsluréttindum í Lambafellsnámu og í Þjórsárdal. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 1.659.288 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     10.      EFLA verkfræðistofa. Eftirlit með efnisvinnslu í Lambafellsnámu og við Bolaöldu. Hinn 8. október hafði verktakinn fengið greiddar 400.000 kr. frá ráðuneytinu fyrir vinnu sína.
     11.      Eiríkur Jónsson. Formennska í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     12.      Davíð Þór Björgvinsson. Ráðgjöf vegna ritunar greinargerðar af hálfu ríkislögmanns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     13.      Logos slf. Ráðgjöf vegna ritunar greinargerðar af hálfu ríkislögmanns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     14.      Landslög ehf. Aðstoð við samantekt skýrslu um ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis (um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna og um Íbúðalánasjóð o.fl.) og um viðbrögð við þeim, sbr. skýrslubeiðni Alþingis þess efnis á 148. löggjafarþingi. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     15.      Kristrún Heimisdóttir. Formennska í sáttanefnd vegna eftirmála sýknudóms Hæstaréttar Íslands í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     16.      Jón Ólafsson. Formennska í starfshópi um að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     17.      Vilhjálmur Árnason. Formennska í starfshópi forsætisráðherra um heilindi í vísindum. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     18.      Aagot Vigdís Óskarsdóttir. Ráðgjöf til formanna stjórnmálaflokkanna vegna stjórnarskrárvinnu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     19.      Kristrún Heimisdóttir. Ráðgjöf til formanna stjórnmálaflokkanna vegna stjórnarskrárvinnu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     20.      Ragnhildur Helgadóttir. Ráðgjöf til formanna stjórnmálaflokkanna vegna stjórnarskrárvinnu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     21.      Huginn Freyr Þorsteinsson. Formaður starfshóps forsætisráðherra um samantekt um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     22.      Lilja Dögg Jónsdóttir. Sérfræðingur í starfshópi forsætisráðherra um samantekt um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
     23.      Vitvélastofnun. Vinna við samantekt um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.
    Ekki er í svarinu getið um aðkeypta þjónustu ráðningarfyrirtækja, tilfallandi aðkeypta fræðslu fyrir starfsfólk ráðuneytisins eða aðra tilfallandi þjónustu og ráðgjöf sem lýtur að rekstri ráðuneytisins og starfsmannahaldi.
    Forsætisráðuneytið hefur ekki, í tíð sitjandi ríkisstjórnar, gert tímabundna ráðningarsamninga við einstaklinga til að sinna ráðgjöf, sérverkefnum eða verkefnisstjórn.