Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 280  —  262. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir í loftslagsmálum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver hefur verið árleg framræsla og endurheimt votlendis á árunum 2013–2017 mælt í rúmmetrum og hver eru áhrif þessara aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda? Hver hefur verið uppgröftur úr skurðum og mokstur ofan í skurði á sama tímabili mælt í rúmmetrum? Hver eru samanlögð áhrif þessara tveggja þátta á losun gróðurhúsalofttegunda?
     2.      Hve mikil er losun gróðurhúsalofttegunda á hvern hektara, annars vegar þar sem grafinn hefur verið framræsluskurður og hins vegar þar sem um ósnortið mýrlendi er að ræða?
     3.      Hvað gerir fjármálaáætlun ráð fyrir mikilli endurheimt votlendis? Hversu mikið eykst binding gróðurhúsalofttegunda vegna þeirra aðgerða sem ráðgerðar eru í fjármálaáætlun?
     4.      Hversu nákvæm er skráning sveitarfélaga á framræslu votlendis og mokstri ofan í eldri skurði? Telur ráðherra mega treysta skráningunni þannig að hana sé unnt að nota í bókhaldi um bindingu gróðurhúsalofttegunda? Óskað er rökstudds svars.
     5.      Hve miklar árlegar heimildir hefur Ísland haft á grundvelli alþjóðlegra samninga um loftslagsmál til að auka kolefnisjöfnun fyrir tilstilli skógræktar? Hve stór hluti þessara heimilda er nýttur? Til hversu margra hektara lands af ræktuðum skógi svara þessar heimildir? Hvernig ber tölum um þessi efni saman við áform um skógrækt eins og þau liggja fyrir í gildandi fjármálaáætlun?


Skriflegt svar óskast.