Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 387  —  326. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um sölu á upprunaábyrgðum raforku.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hversu margar upprunaábyrgðir raforku hafa íslensk orkufyrirtæki selt árlega frá árinu 2011 og hvert er heildarverðmæti seldra upprunaábyrgða, annars vegar úr landi og hins vegar innan lands árlega frá 2011?
     2.      Hvaða orkufyrirtæki voru seljendur og hverjir kaupendur upprunaábyrgða raforku og á hvaða verðbili var söluverð upprunaábyrgða, árlega frá 2011?
     3.      Kann sala á upprunaábyrgðum raforku að hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum? Ef svo er, hvernig?
     4.      Kann sala á upprunaábyrgðum raforku að hafa áhrif á möguleika innlendra kaupenda raforku til að sýna fram á hreinan uppruna raforkunotkunar sinnar? Ef svo er, hvernig?
     5.      Má búast við að verð á upprunaábyrgðum hafi áhrif á raforkuverð innan lands? Hvert er samhengið milli þessara þátta að mati ráðherra?
     6.      Telur ráðherra það þjóna íslenskum hagsmunum að íslensk orkufyrirtæki selji upprunaábyrgðir úr landi? Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að breyta þessu fyrirkomulagi hjá orkufyrirtækjum í eigu hins opinbera?


Skriflegt svar óskast.