Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 401  —  333. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um aldursgreiningar Háskóla Íslands á tönnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Telur ráðherra það ásættanlegt að opinber menntastofnun, í þessu tilviki tannlæknadeild Háskóla Íslands, framkvæmi umdeildar aldursgreiningar á viðkvæmum hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd fyrir Útlendingastofnun sem nýtir síðar niðurstöður greiningarinnar við úrskurði um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi?
     2.      Hefur ráðherra beitt sér sérstaklega fyrir því að opinberar menntastofnanir fari eftir vísindasiðareglum eftir ýtrasta megni?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að Háskóli Íslands, líkt og Háskólinn í Ósló hefur gert, hætti tanngreiningum í ljósi siðferðislegra álitaefna?


Skriflegt svar óskast.