Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 417  —  240. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um þýðingu á íslenskum lögum og reglugerðum.


     1.      Hafa íslensk lög og reglugerðir verið þýdd á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess? Ef svo er, er óskað eftir að fram komi á hvaða tungumál var þýtt, hvenær þýðing var birt og hvenær þýðing var síðast uppfærð.
    Talsverður hluti þeirra laga og reglna er heyra stjórnarfarslega undir forsætisráðuneytið hefur verið þýddur á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hafa eftirfarandi lög sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins verið þýdd. Ekki liggur fyrir í öllum tilvikum hvenær þýðing viðkomandi laga var birt og er þá ósagt látið um ártal birtingar. Um er að ræða þýðingar á ensku nema annað sé tekið fram.

     *      Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Birt á vef Stjórnarráðs Íslands.
     *      Lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. Birt á vef Stjórnarráðs Íslands 2017.
     *      Stjórnsýslulög, nr. 37/1993. Þýðing birt 1993. Þýðinguna má nú nálgast á vef Stjórnarráðs Íslands. Vinna við uppfærða þýðingu stendur yfir og er langt komin.
     *      Upplýsingalög, nr. 140/2012. Birt á vef Stjórnarráðs Íslands 2014.
     *      Lög um þjóðaröryggisráð, nr. 98/2016. Birt á vef Stjórnarráðs Íslands 2017.
     *      Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007. Birt á vef Hagstofu Íslands. Síðast uppfært 2018.
     *      Lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995. Birt á vef Hagstofu Íslands.
     *      Lög um launavísitölu, nr. 89/1989. Birt á vef Hagstofu Íslands.
     *      Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Þýdd á ensku og norsku. Lögin hafa enn sem komið er ekki verið birt í þýðingum.
     *      Lög um umboðsmann barna, nr. 83/1994. Þýdd á ensku og dönsku. Þýðing á ensku birt á vef umboðsmanns barna 2014.
     *      Lög um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Lög um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands. Síðasta breyting enn óþýdd.
     *      Lög um lánasýslu ríkisins, nr. 43/1990, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands. Síðasta breyting enn óþýdd.
     *      Lög um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.

    Auk framangreindra laga hafa eftirfarandi reglugerðir verið þýddar á ensku:
     *      Reglur nr. 585/2018, um bindiskyldu, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 512/2016, um breytingu á reglum nr. 870/2015, um bindiskyldu. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 963/2018, um breytingu á reglum nr. 870/2015, um bindiskyldu. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 488/2018, um verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti starfsmanna Seðlabanka Íslands. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 784/2018, um gjaldeyrisjöfnuð. Unnið er að þýðingu.
     *      Reglur nr. 200/2017, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 200/2017, um gjaldeyrismál. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 568/2017, um breytingu á reglum nr. 200/2017, um gjaldeyrismál. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 425/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 425/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 518/2016, um breytingu á reglum nr. 425/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 985/2016, um breytingu á reglum nr. 425/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 537/2016, um breytingu á reglum nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 892/2016, um breytingu á reglum nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 201/2017, um breytingu á reglum nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 1032/2014, um fjármögnunarhlutfall í erlendum gjaldmiðlum. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 31/2011, um greiðsluuppgjör kortaviðskipta. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 704/2009, um starfsemi jöfnunarkerfa. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 703/2009, um stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 553/2009, um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 1098/2008, um gjaldeyrismarkað. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 540/2007, um viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 1088/2005, um reikningsskil og ársreikning Seðlabanka Íslands. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 389/2002, um beitingu viðurlaga í formi dagsekta. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 187/2002, um millibankamarkað með gjaldeyrisskiptasamninga. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 492/2001, um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 492/2001, um breytingu á reglum um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 674/1996, um aðgang að gögnum Seðlabanka Íslands, skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 50/1996. Birt á vef Seðlabanka Íslands.
     *      Reglur nr. 13/1995, um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga milli landa. Birt á vef Seðlabanka Íslands.

    Annað:
     *      Þingsályktun nr. 26/145, um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Birt á vef Stjórnarráðs Íslands 2016.
     *      Reglur Hagstofu Íslands um meðferð trúnaðargagna. Birt á vef Hagstofu Íslands.

     2.      Hafa ráðuneytið og undirstofnanir þess markað stefnu eða hyggjast marka stefnu um þýðingar, m.a. í ljósi þeirrar öru fjölgunar sem hefur orðið á fólki sem býr og starfar á Íslandi en hefur íslensku ekki að móðurmáli?
    Ráðuneytið vinnur samkvæmt þeirri almennu stefnu að helstu lagabálkar sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins séu aðgengilegir í þýðingum og hefur talsverður hluti þeirra laga sem heyra stjórnarfarslega undir ráðuneytið verið þýddur á vegum þess eða stofnana þess eins og rakið er að framan. Þá hefur jafnan verið litið til þess að þeir lagabálkar sem lúta að samskiptum við erlend ríki eða aðila séu til í þýðingum. Á vefsvæði Stjórnarráðs Íslands, stjornarrad.is, undir flipunum Enska, Publications og loks Legislation, er að finna þá lagabálka sem til eru í þýðingum. Sambærilega nálgun má finna á vefsvæðum Seðlabanka Íslands, Hagstofu Íslands og umboðsmanns barna þar sem jafnframt má finna frekari upplýsingar á ensku auk þess sem embætti umboðsmanns barna býður upp á upplýsingar á dönsku, pólsku, rússnesku og taílensku.
    Eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar leggur hún áherslu á að upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings sé miðlað með aðgengilegum hætti. Þýðingar á lögum og reglugerðum sem varða hagsmuni almennings og alþjóðasamskipti eru mikilvægur hluti slíkrar upplýsingamiðlunar, einkum gagnvart þeim íbúum landsins sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að mótuð verði stefna fyrir stjórnvöld ríkisins um þýðingar laga og reglna sem gilda um starfsemi þeirra og stjórnsýslu gagnvart borgurunum.