Ferill 452. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 656  —  452. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um heimilisofbeldismál.

Frá Ásgerði K. Gylfadóttur.


     1.      Hver hefur verið fjöldi heimilisofbeldismála hjá hverju lögregluembætti frá 1. janúar 2015? Hve mörg af málunum hafa leitt til ákæru, greint niður eftir lögregluembættum?
     2.      Eru til forvirkar heimildir til miðlunar persónuupplýsinga milli kerfa eða stofnana, svo sem lögreglu, barnaverndar og heilbrigðisstofnana, í málum er varða heimilisofbeldi, í samræmi við ný persónuverndarlög? Ef svo er ekki, telur ráðherra að ástæða sé til að veita slíkar heimildir til verndar lífi og heilsu þeirra sem búa við heimilisofbeldi?
     3.      Hver telur ráðherra að sé reynsla af nýjum verklagsreglum sem ríkislögreglustjóri gaf út og tóku gildi 2. desember 2014 fyrir öll lögregluembætti í tengslum við heimilisofbeldi og fólust í breyttri forgangsröðun hjá lögreglu og félagsþjónustu sveitarfélaga með það að markmiði að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis?


Skriflegt svar óskast.