Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 705  —  472. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um viðbragðsgetu almannavarna og lögreglu í dreifðum byggðum.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvernig hafa stjórnvöld brugðist við breyttum aðstæðum á svæðum þar sem náttúruvá kann að vera til staðar og hætta á slysum, í kjölfar mikils vaxtar ferðaþjónustu og annarrar atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni, með fjölgun íbúa og gesta um land allt?
     2.      Hefur verið mótuð stefna til að bregðast við þessum aðstæðum?