Ferill 418. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 861  —  418. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kærur og málsmeðferðartíma.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar kærur bárust eftirtöldum á hverju ári frá árinu 2013:
                  a.      kærunefnd húsamála,
                  b.      úrskurðarnefnd velferðarmála: almannatryggingar,
                  c.      úrskurðarnefnd velferðarmála: atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir,
                  d.      kærunefnd jafnréttismála,
                  e.      Félagsdómi,
                  f.      ráðherra?
     2.      Hver var meðalafgreiðslutími á hverju ári? Hver var stysti tími sem tekið hefur að afgreiða kæru og hver var lengsti tími á hverju ári?
     3.      Hversu margar kærur voru óafgreiddar hjá hverjum úrskurðaraðila 1. nóvember sl.?


    Þess skal getið í upphafi að forsætisráðuneytið fer með mál er varða kærunefnd jafnréttismála frá 1. janúar 2019, sbr. forsetaúrskurð nr. 119/2018, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Eftirfarandi töflur ná til loka ársins 2018 en félags- og jafnréttismálaráðherra fór með málefni kærunefndar jafnréttismála til og með 31. desember 2018:

Ár Úrskurðarnefnd velferðarmála; almannatryggingar Úrskurðarnefnd velferðarmála; atvinnuleysistryggingar Kærunefnd jafnréttismála Kærunefnd húsamála
Fjöldi kæra     
2013 399 158 5 93
2014 370 94 9 61
2015 379 87 10 58
2016 420 72 6 49
2017 321 60 8 83
2018 333 39 8 127
Meðalafgreiðslutími í mánuðum
2013 4,6 7 5,9 5,4
2014 4,4 8,3 4,7 3,4
2015 5,4 6,1 5 4,3
2016 7,8 6,4 4,2 5,7
2017 6,2 2,6 3,2 4,3
2018 3,5 2,7 4,7 2,4
Stysti afgreiðslutími í mánuðum
2013 0,2 0,3 4,6 0,3
2014 0,8 0,3 2,5 0,8
2015 0,2 0,4 2,1 0,7
2016 0,4 0,3 0,1 2,8
2017 0,4 0,3 0,2 1,5
2018 0,3 0,5 3,9 0,2
Lengsti afgreiðslutími í mánuðum
2013 16 13,3 7 34,4*
2014 15,7 17,3 9,3 7,3
2015 17 12,5 7,7 15,9
2016 23,3 12,5 6,8 17,9
2017 12,5 7,5 6,5 12,6
2018 8,8 7,3 5,6 5,4
Óafgreiddar kærur 1. nóvember 2018     
111 12 2 42
*Málsmeðferð dróst vegna þess að það þurfti að fá utanaðkomandi matsmenn til að vinna möt fyrir málin.

    Kærur til félags- og jafnréttismálaráðherra:
Ár Fjöldi kæra Meðalafgreiðslutími í mánuðum Lengsti afgreiðslutími í mánuðum Stysti afgreiðslutími í mánuðum
2013 10 8,3 14,3 4
2014 12 5,5 7,3 4
2015 8 10,5 13,3 5,9
2016 13 8,64 14,3 0,7
2017 16 5,3 10,4 0,9
2018 22 4,55 11,1 0,3
Óafgreiddar kærur 1. nóvember 2018: 11

    Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar varðandi dóma og úrskurði Félagsdóms.